Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Qupperneq 15
KIRKJUGARÐUR AÐ STÓRUBORG UNDIR EYJAFJÖLLUM
35
Gröf 64 Gröf var 185 sm löng og um 70 sm brcið. Framhandleggir hafa verið lagðir
þvert yfir bol í mittishæð. Lengd frá hvirfli og eins langt og leggir sáust, senni-
lega er það að ökklum, 151 sm.
Gröf 65 Gröfin var 187 sm löng og 45-50 sm breið, þar sem hún var breiðust, vestantil.
Til fóta var hún 30-40 sm breið. Framhandleggir voru lagðir þvert yfir bol í
mittishæð. Lengd beinagrindar frá hvirfli fram á tær 165 sm.
Grafirnar 64 og 65 rcnna að nokkru leyti saman og því ekki gott að segja nákvæmlega um
breidd. Gröf 65 hefur trúlega verið tekin á eftir 65 og hefur vinstri upphand-
leggur 64 sennilega færst til þá.
Gröf 66 Óregluleg í laginu, horn mjög bogadregin. Lengd 107 sm, breidd 40-42 sm
víðast hvar, mjókkar ögn næst endum. Framhandleggir hafa verið lagðir yfir
bol í mittishæð eða rétt ofan mittis. Lengd frá hvirfli eins langt og beinaleifar
sáust 97 sm.
Fundaskrá
Skráðir fundir ársins 1978 voru alls 75. Við nánari athugun var tveimur hlutum fargað
strax. Ekki eru allir þessir hlutir úr kirkjugarðinum. Sumir eru fundnir annars staðar á
hólnum en aðrir eru án staðsetningar, þ.c. þeir hafa fundist lausir einhvers staðar úti á
sandinum og verður ekki í það ráðið, hvaðan þeir eru kornnir.
Áður höfðu fundist á yfirborði, einkum eftir brim, nokkrir hlutir sem tengja má kirkj-
unni, svo sem ritstíll úr blýi með rúnaáletrun,37 plata af smcltum krossi78 og brot úr
altarissteini.39 Einnig hefur fundist í garðinum hálfur fingurhringur úr silfri. Hlutir þeir
sem fundust við rannsóknina 1978 í kirkjugarðinum eru flestir brýni eða brýnisbrot og
einnig naglar. Um þessa hluti er fátt að segja, þeir gefa ekki augljósar vísbendingar um
aldur.
í skránni scm hér fer á eftir er hlutum er fundust í kirkjugarði raðað eftir efni. Númer
það er þeir fengu í fyrstu skráningu er látið fylgja, það er ártal þcss árs er hluturinn er
fundinn og á cftir því einföld númeraröð frá einum.
37 Þórður Tómasson: „Vaxspjald og vaxstíll frá Stóruborg." Þrír þættir. Árbók hins
íslenzka fomleifafélags 1982, bls. 106-107.
38 Þórður Tómasson: „Minjar rísa úr moldum." Landnám Ingólfs, nýtt safn 2, bls. 144.
39 Þórður Tómasson: „Brot úr byggðarsögu." Kirkjuritið 1970, bls.462.