Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 44
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Óhætt cr að segja að mikil cinstaklingshyggja hafi ríkt um borð, cn
undirrót hennar var launafyrirkontulagið. Fcngu allir grcitt eftir vissu
hlutfalli af eigin afla, nema skipstjóri og kokkur að hluta. Frá um 1900
var s.k. háljdrætti algengast, scm gaf mönnum 50% veiði sinnar að frá-
dregnum ýmsum útgjöldum. Fyrirkomulag þctta stuðlaði jafnframt að
samkeppni cða metingi innan áhafnarinnar.
Áður hefur verið fjallað um skömmtunarkerfið og í hverju það var
hclst tólgið. Ljóst er, að kerfið styrkti einstaklingshyggjuna um borð í
talsverðum mæli og sömuleiðis fiskmáltíðirnar. Undir venjulegum
kringumstæðum er máltíðin tákn um samveru og nálægð, en því var oft
öðruvísi háttað á íslenskum fiskiskútum eins og hér hefur verið sýnt
frant á.
Þegar veiði var góð vildi mannskapurinn að borðhaldið gengi sem
hraðast fyrir sig:
Menn voru svo óskaplega ósanngjarnir við kokkinn. Þctta skeði ein-
göngu um matmálstíma þegar gott fiskirí var. Komu þá oft margir
niður í einu og vildu allir fá matinn strax. Ég tala nú ekki um, ef
verið var að kippa á fisk í matmálstímanum, þá komu allir og vildu
fá sinn mat strax. Nú er það talsvert verk að færa upp soðningu fyrir
nær þrjá tugi manna og vildi þá stundum hvessa. En allt var þetta
fljótt að jafna sig.66
Það kom sér ekki vel fyrir kokkinn ef einhver slcppti úr máltíð, eða
kom of seint í mat cða kaffi, og varð hann oft að bíða með uppvaskið
af þcim sökum. Þannig segir t.d. frá kokki nokkrum, scm missti þolin-
mæðina og kastaði matnum í sjóinn við hliðina á háseta einum. Fylgir
sögunni, að ekki hafi hann þurft að gera það oftar.67 Á öðrum stað
greinir, að við slíkar kringumstæður hafi maturinn verið settur í koju
hlutaðeigandi, þar sem hann stóð uns sá hinn sami áleit sig hafa tíma til
að borða/’K Sennilega hefur þetta verið hinn almenni háttur við þvílíkar
aðstæður.
5.3 Borðbúnaður
Nær undantekningarlaust var borðbúnaður mjög fábrotinn og af
skornum skammti. Þar að auki þurfti áhöfnin oft að leggja hann til,
66. ÞÞ 5262: 4.5. Skv. svari við spumingu 7.3 í síðari spurningaskrá, var matartíminn
mjög stuttur í góðu fiskiríi og stundum slcpptu mcnn honum alvcg.
67. StÁM. ÁÓG 83/1-83/2: bls. 12 o.áfr.
68. ÞÞ 6941: 7.