Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 92
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um 0,6 m djúpur skurður hefur verið grafinn niður í ísaldarleir til þess
að koma stokknum fyrir (teikning IV). Skurðurinn er tæplega 0,5 m
breiður neðst; nokkur flái er á hliðum hans og er efri brún hans um 0,7
m breið. Stokkurinn sem að innanmáli er 0,1 m hár og 0,15 m breiður,
er þannig gerður að 10-15 cm breiðum steinum hefur verið raðað á
botninn meðfram skurðbökkunum. Ofan á þá eru lagðar flatar hellur í
einu til tveimur lögum sem mynda þak stokksins. Ljósgul og rauðleit
hveramold lá eins og þunnt lag ofan á hellunum og milli þeirra, sérstak-
lega valin til þess að þétta allar glufur á gufustokknum, eftir því sem
best varð séð. Botninn var þakinn þunnu lagi af sams konar hveramold.
Hlýjan loftstraum lagði upp frá opinu við enda stokksins.
Hæðarmæling var gerð á gufustokknum á þremur stöðum og sá
Guðmundur Samúelsson verktaki á staðnum um það verk. Vestast, þar
sem hleðslan hverfur inn í skurðbakkann, var hæðin 36,48 m yfir sjáv-
armáli. Um átta metrum austar var hæðin 36,46 m yfir sjávarmáli og
austast mældist hæðin 36,4 m. Á þessu sést, að á þessum 16 m kafla er
stokkurinn nánast láréttur. Hæðarmunur er aðeins 8 cm milli vestasta
og austasta hluta hans, en það er þó nóg til að sýna að honum hallar
örlítið niður á við til austurs í átt að Skriflu. Auðveldlega mátti sjá, að
stokkurinn hafði beina stefnu á hverinn Skriflu. Gerð og umbúnaður
gufustokksins er allur með þeim hætti, að í okkar huga leikur ekki
nokkur vafi á, að hér er um sama mannvirki að ræða og fundist hafði
1964.
í sniðinu (teikning IV) var eftirfarandi lagskipting greind frá yfirborði
og niður á botn:
Dýpi: Jarðlögin og einkenni þeirra:
1. 0,00—0,06 m Grasrót.
2. 0,06—0,76 m Uppfylling, blönduð mold og möl. í þessu lagi fannst
m.a. nagli, diska- og postulínsbrot.
3. 0,76-1,26 m Mold. Greinileg ummerki mannvistar var að sjá í þessu
lagi. Þó ekki meiri en svo, að nær fullvíst má telja, að
það hafi myndast í útjaðri sjálfs bæjarstæðisins. í því
rniðju mátti greina torfusnepla í moldarlagi sem var
um 5—10 cm þykkt, en náði ekki alveg þvert yfir allan
skurðinn. Það bendir til mannvirkis þar nálægt.
Nokkur viðarkoladreif var neðst í þessu moldarlagi.