Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 77
KUML OG BEINAFUNDUR A AUSTURLANDI
97
lagað sig að beinunum í tímans rás, t.d. lá það svo þétt að hryggnum,
að nokkur rifbein sköruðu út fyrir.
Trélcifar voru ofaná beinunum einnig. Engir naglar voru í gröfinni
og engir munir heldur. Lítill vafi er á, að jarðsett hefur verið í kistu
með loki og hefur hún verið mjög þröng. Sennilega hefur hinn látni
verið lagður á bakið í kistuna, en oltið til og skorðast upp við horn
hennar við jarðsetninguna. Beinagrindin var af barni, 10—12 ára, e.t.v.
nokkru eldra. Nákvæm skoðun á beinunum hefur að vísu ekki farið
fram, en augljóslega hafði barnið nýlega fengið fullorðinstennur, því
þær voru fullkomlega heilar og óslitnar.
Lega grafarinnar við áttum og umbúnaður allur bendir til greftrunar
á kristnum tíma. Eins og fyrr segir skar hóll sá, sem beinin fundust í,
sig ekki úr öðrum og heimamenn áttu síst von á að rekast á mannabein
á þessum stað. Engar sagnir eru um grafreit eða bænhús á staðnum og
aldrei hafa fundist þar kuml.
Skammt er að Kirkjubæ, þar sem talið er að kirkja hafi verið í frum-
kristni. Kirkjan er talin með í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um
1200 og einnig í Wilchinsmáldögum.
Sennilegast er, að gröfin á Hallfreðarstöðum sé frá fyrstu tímum
kristni þegar hætt var að útbúa hina látnu með ýmsum þeim hlutum
sem mættu gagnast þeim áfram, en ekki var komin föst skipan á greftr-
anir í vígðum reitum.
„ . . HEIMILDIR
Prentud rtt:
Hallgrímur Jónsson: „Lýsing Hólmasóknar í Reyðarfirði 1843“, Austurland I, Akureyri.
Heimir Steinsson: „Jarðir Skriðudalsklausturs og efnahagur", Múlaþing 1, bls. 74-103.
íslenzkt fornbréfasafn II, Kh. 1893, bls. 83.
íslenzkt fornbréfasafn IX, Kh. 1909-13, bls. 280-281.
Jón Jakobsson: „Um myndir af gripum í Forngripasafninu", Arbók hins islenzka fornleifa-
félags 1899, bls. 33-38.
Jón Johnsen: Jarðatal á íslandi, Kh. 1847.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, Rv. 1957.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi I—IV, án útgst. 1974-78..
Handrit:
Héraðsskjalasafn Austúrlands, Egilsstöðum. Guttormur Pálsson: Sóknarlýsing Vallanes-
sóknar frá 1840. (Ljósrit, frumhandrit í handritadcild Landsbókasafns.)
Emkahandrit. Hrólfur Kristbjörnsson: íbúatal Skriðdals og fleira.
7