Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 103
HELGI HALLGRÍMSSON
HELGUHÓLL Á GRUND I EYJAFIRÐI
Víða eru hæðir og hólar hér á landi, sem álitið er að séu haugar
fornmanna, sem þar hafi verið jarðsettir með ýmsum búnaði, jafnvel í
bát eða skipi. Slíkir haugar eru vel þekktir á Norðurlöndum, t.d. kon-
ungahaugarnir við Uppsala í Svíþjóð ogjdling ájótlandi, Raknehaugen
í Romerike í Noregi o.fl. Þeir eru sumir allt að 20 m háir og um 70 m
í þvermál neðst, þótt slík stærð heyri til undantekninga.
í íslendingasögum er líka oft sagt frá haugsetningu fornmanna, svo
sem þeirra Skalla-Gríms og Gunnars á Hlíðarenda, og hefur það kynt
undir haugatrú fslendinga. Um hana vitna dældir og geilar sem oft nrá
sjá á þessum svonefndu fornu haugum, og sýna að grafið hefur verið í
haugana, sjálfsagt oftast í leit að einhverju fémætu, enda eru til margar
sagnir um slík haugbrot, allt til vorra daga. Samkvæmt þjóðtrúnni voru
haugarnir þó oftast varðir með einhverskonar álögum, en alltaf voru
einhverjir sem tóku áhættuna af því.
Það er nú almenn skoðun fornleifafræðinga, að þessir svonefndu
fornhaugar hér á landi séu yfirleitt náttúrumyndanir, cnda hafa sára-
sjaldan fundizt kuml á slíkum stöðum, og flest íslenzk kuml hafa á hinn
bóginn reynzt lítið ábcrandi, etv. aðcins stórar þúfur. Þó hafa fundizt
hér bátagrafir, svo sem á Dalvík 1908 og 1937.'
íslenzkir fornhaugar verða því að flokkast með átrúnaðarstöðum, cins
og bústaðir ýmissa vætta (landvætta), sem mikið er af í landinu. Slíkir
staðir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í þjóðlífi okkar fyrr á tímum.
Vættirnar sem þar bjuggu, voru oftast verndarvættir viðkomandi jarðar
eða heimilis, eins og bezt kemur fram í huldufólkstrúnni. Dæmi eru um
það, að huldufólk var talið búa í haugum, og sýnir það skyldleika þess-
ara fyrirbæra.
1. Sjá nánar um þetta í bók Kristjáns Eldjárns: Kuml og haugfé.