Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 49
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS 69 Klukkan 12 — hádegismatur: Til hádcgisverðar var haft kjöt, fiskur, grautur eða súpa. Eftirréttir tíðkuðust yfir höfuð ekki og er mjög sjaldan getið um slíkt, t.d. hafragraut með dósamjólk.86 Aðrir grautar voru hrísgrjónagrautur og bankabyggsgrautur. Töldust grautar full- gildir sem aðalréttir þegar þeir voru á boðstólum. Þær súputegundir sem um var að ræða voru kjötsúpa, baunasúpa (saltkjöt og baunir), fiskisúpa, grjónasúpa og sætsúpa. Kálmetissúpa virðist aldrei hafa sést, enda þótt getið sé um hana í reglugerð. Sumir höfðu rúgbrauð eða lifur sem viðbit með fiskinum og kom það í stað kartaflna.87 Stundum hengdu menn fisk upp í vantinn og létu síga, sérstaklcga á veturna. Gaf þetta nokkra tilbreytingu í hinu stöðuga fiskáti. Önnur tilbreyting var að sjóða lifur í kútmaga.88 Öðru hverju kom fyrir að einhver krækti í lúðu, sem taldist herramannsmatur, og þekktist sums staðar að skipta rafabeltinu milli áhafnarinnar. Sá sem hjálpaði til við að innbyrða lúð- una fékk stundum bita að launum, s.k. hakabita. Á vissum stöðum við Breiðafjörð og á Vestfjörðum átti skipstjóri tilkall til hluta af lúðunni samkvæmt gamalli hefð. Ekki var það þó ætíð vinsælt ef hann hagnýtti ser þennan rett. Khikkan 15 — kaffi: Venja var að hafa kaffitíma á lönguvakt, sem stóð frá klukkan 12-19, en á skútunum var alltaf um ketilkaffi að ræða. Kaffi og rót var sett út í sjóðandi vatn, látið standa um hríð og settist þá korgurinn á botninn. Yfirleitt var kaffið drukkið sætt og haft með því skonrok, kex eða rúgbrauð. Ekki var boðið upp á álegg, nema menn legðu það til sjálfir, t.d. bræðing eða sigið rafabelti. Einnig þekktist að liafa saltkjöt ofan á brauð. Sumir segja að kaffi hafi nánast alltaf verið á könnunni og hægt að fá sér sopa að vild. T.d. kom stundum fyrir í tregfiskiríi, að menn hresstu sig á kaffi og skonroki.90 Til samanburðar má nefna, að á breskum segltogurum var ætíð fullur ketill af heitu tei á boðstólum á veturna, en kalt vatn á sumrin.91 Kaffi var algengasti drykkurinn á íslensku fiskiskútunum og lialda nokkrir því mcira að segja fram, að þeir hafi aldrei fengið te. En þar sem það tíðkaðist var það aðallega drukkið á eftir morgunverði og kvöldmat. Klukkan 19 — kvöldmatur: Hinn almenni kvöldmatur var fiskur og 86. ÞÞ 5444: 7. 87. ÞÞ 6424: 7.3. 88. StÁM. ÁÓG 83/1-83/2: bls. 13. 89. ÞÞ 5438: 7, 5437: 7, 5434: 12, 5345: 12.5. Svör við spurningu 2.4 í viðauka. 90. ÞÞ 5443: 7; StÁM. ÁÓG 82/12-82/20: bls. 20; Jónas Árnason 1961: 49 o.áfr. 91. March 1978: 103.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.