Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 1
ELSA E. GUÐJÓNSSON
UM VEFSTÓLA OG VEFARA
Á ÍSLANDI Á 18. OG 19. ÖLD*
Hver er verkþræll,
sem að vinnu stendur,
mjög dýrt metinn,
en misþyrmt stundum,
troðinn og barinn
svo titrar afótta,
þar til hann vísar fram
verkhyggni manna?
Gáta um vefstólinn.1
Vefstólar með líku sniði og enn eru almennt notaðir við handvefnað, þ.
e. láréttir vefstólar, voru teknir í notkun í Norður-Evrópu þegar fyrir lok
miðalda." Hingað til lands bárust vefstólar seint og hægt; fáeinir komu fyr-
ir og um miðja 18. öld, en ekki fóru þeir að ryðja sér til rúms fyrr en undir
lok aldarinnar. Um miðja öldina nítjándu höfðu þó vefstólar svo til útrýmt
gömlu vefstöðunum. Engin gagnger undirstöðurannsókn á gömlum vef-
stólum á íslandi liggur fyrir, en hér verður þess freistað að gera nokkra út-
tekt á þeim eftir skráðum heimildum og varðveittum vefstólum sem höf-
undur hefur vitneskju um. Ekki verður að ráði greint frá því hvernig unn-
ið var í vefstólum, enda hefur talsvert verið fjallað um vefstólavefnað í ís-
lenskum ritum, og vísast til þeirra.1
Svo sem grein þessi ber merki um á stöku stað, er hún þáttur úr stærra ritverki um
íslenska textíliðju frá landnámi til loka 19. aldar sem höfundur hefur unnið að undan-
farin ár. Þar sem óvíst er um heildarútgáfu, hefur sá kostur verið valinn að birta ein-
staka þætti eftir því sem tækifæri bjóðast; einn þátturinn er ritgerð um skotrokka á
íslandi sem prentuð var í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1991.