Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Lárus Gottrup lögmaður (d. 1721) og fjölskylda hans. Gottrup lögmaður mun
fyrstur manna hafa flutt vefstól til landsins, um 1711-1712. Olíumálverk, hluti af minn-
irtgarmarki, epitaphium, úr Þingeyrakirkju, mi í Þjóðminjasafni íslands, Þjms. 4676.
Erlent verk. Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands 1994.
Vefstólar fyrir 1750
Sagt hefur verið að Lárus Gottrup, lögmaður á Þingeyrum (1. mynd),
hafi orðið fyrstur til að flytja til landsins vefstól og tvo eða þrjá rokka um
1711- 1712,' en áður, þegar 1702, hafði hann útvegað sér þófaramyllu og lit-
unarverkfæri og komið með danskan þófara að utan. Árið 1722 eða þar
um bil kom vefstóll og vefari til Skálholts frá Kaupmannahöfn að tilhlutan
Jóns biskups Árnasonar." Var vefstóllinn sagður „slæmur línvefstóll,"7 en
þó mátti vefa í honum 18 álnir á dag af líni að því er annálsgrein frá 1724
hermir. Er þetta jafnframt elsta heimild um línvefnað á Islandi sem höf-
undi er kunnug. í ritgerð líklega frá 1736 eða 1737 eftir norskan mann,
Mattías Jochumsson Vagel, sem dvaldist á íslandi 1729-1731, kemur fram
að Jón biskup hafi látið Islending læra að vefa á danska vísu, og gæti hann
ofið átta til tíu álnir vaðmáls á dag. Var þetta mikil framför frá því sem
hægt var að vefa í vefstað, en það taldi Vagel að væri ein og hálf alin
„sumarlangan daginn."
Þórður Þórðarson (d. 1747) á Háfi í Holtum, staðarráðsmaður í Skálholti
1712- 1713 og 1722-1743,1" lét smíða vefstól eftir línvefstólnum í Skálholti;