Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 3
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
7
hann var þó ekki notaður fyrr en Skúli Magnússon, síðar landfógeti, er þá
var sýslumaður í Skagafirði, fékk hann norður til Hóla 1743," en Skúli var
þar ráðsmaður frá 1741-1746.12 Árið 1744 fékk Skúli annan vefstól niður-
settan heima hjá sér á Ökrum, „í hverium ofit var mikit vadmál," að því er
hann greindi frá síðar.13 Enn einn vefstóll var smíðaður að undirlagi Skúla;
fékk hann Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum, sem lét vefa í
honum mikið af einskeftu og þráðardúk.14 Hefur verið álitið að Skúli og
Bjarni hafi „fyrstir manna haft góð not af þessum nýju vefstólum," en að
sýnt sé að það hafi verið „meira en litlum örðugleikum bundið að fá al-
þýðu manna til þess að taka þá upp í stað hinna gömlu."15 Þegar Skúli flutt-
ist suður til Bessastaða 1750 eftir að honum hafði verið veitt landfógeta-
embættið, gaf hann Sveini lögmanni Sölvasyni að Munkaþverá vefstól
sinn,11' þar eð „í slíkri tóskapar=sveit mætti af honum mikit gagn hafa."'
Vera má að það hafi einnig verið fyrir áhrif frá Skúla að Jón sýslumaður
Benediktsson á Rauðaskriðu, framfaramaður og áhugasamur um nýjung-
2. mynd. Bærinn á Leirá, „Den berommelige Herre Gaard Leyraae." Magnús Gíslason (d.
1766), lögmaður og síðar amtmaður, bjó á Leirá frá 1745 og setti þar niður fyrstu vefjar-
smiðju landsins tíu árum síðar. Lituð teikning eftir óþekktan höfund, líklega frá árunum
1766-1769, sjá 19. tilvitnun. í Þjóðminjasafni íslands, Þjms. 553. Ljósmynd: Þjóðminja-
safn íslands.