Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
íslenskir vefstólar
Um nákvæma gerð vefstólanna, oft nefndir danskir, sem hingað bárust
á 18. öld og þeirra íslensku sem eftir þeim voru smíðaðir þá er ekki vitað,
því að hvorki munu vera til af þeim myndir né lýsingar. Einna helst verð-
ur þó að telja að þeir hafi verið af líkri gerð og sú sem sögð er hafa verið
eldri gerð undir og um aldamótin 1900 og nánar verður frá sagt hér á eftir.
í íslenzkum pjóðháttum segir að vaðmál hafi mjókkað er vefstólar komu
til sögunnar, „því að nærfellt allsstaðar voru þeir einbreiðir."54 Til þessa
gætu einnig bent ummæli sem höfð hafa verið eftir Þuríði Sighvatsdóttur
á Ysta-Skála undir Eyjafjöllum (f. 1754, d. 1839), en hún taldi enga umbót
að vefstólnum, kallaði „voðirnar úr honum hundstungu og sagði að ekk-
ert væri hægt að sníða úr þeim." Ekki er þetta þó einhlítt. Tvíbreiður vef-
stóll sem ofið var í fram yfir 1860 var smíðaður að Asi í Hegranesi 1795,
„líklega" eftir fyrsta vefstólnum sem sagt var að komið hefði til Víðivalla
„eitthvað um 1790,"5' ofið var tvíbreitt í vefstóli að Melum í Melasveit,
Borgarfjarðarsýslu, í byrjun 19. aldar,57 og í annál Björns Bjarnasonar á
Brandsstöðum í Húnavatnssýslu við aldamótaárið 1800, þar sem segir að
vefnaður sé farinn að verða almennur í vefstólum, er tekið fram að þeir
séu allir tvíbreiðir.5 Að vísu verður ekki úr því skorið hvort Bjorn hefur
aðeins átt við Húnaþing, eða talið að svo hafi verið víðar. En vera má að
4. mynd. íslenskur vefstóll meö slöngurif
ofarlega, framan við afturstuðla. Líklega
frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal, nú í
Minjasafninu á Akureyri, MSA 1380.
Talinn ekki yngri en frá um 1860.
Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson 1968.