Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 7
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
11
dönsku vefstólarnir sem hafðir voru til fyrirmyndar á 18. öld hafi flestir
verið tvíbreiðir, einkum þegar þess er gætt að sérstaklega er nefndur mjór
vefstóll á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1781 og tekið fram í ritgerð frá 1785 að
mjóvefjarsmiðjur hafi komið til landsins 1751 og 1769, væntanlega til að-
greiningar á vefstólum þar frá öðrum vefstólum meðal annars í klæða-
verksmiðjunni í Reykjavík.' Á seinni hluta 19. aldar virðast flestir vefstól-
ar hafa verið einbreiðir; þó eru tilfærðir tvíbreiðir vefstólar, til dæmis að
Litlahamri í Eyjafirði fram um eða yfir 1860/' en þess einnig getið að sum-
ir þeirra hafi verið mjókkaðir þegar af lagðist að vefa söðuláklæði um
1870-1880.62
Elstu íslensku vefstólar sem varðveist hafa munu vera frá 19. öld, að
líkindum frá öldinni miðri. Dæmi um einbreiðan íslenskan vefstól frá
þeim tíma er vefstóll varðveittur í Minjasafninu á Akureyri, en ættaður
líklega frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Hann er úr búi Jónínu Stefánsdótt-
ur og Jóns Jónatanssonar sem bjuggu á Öngulsstöðum í Eyjafirði 1894-
1936 (4. mynd). Þaðan kom stóllinn til safnsins fyrir opnun þess 1962; var
hann þá talinn vera yfir hundrað ára gamalk'' Vefstóll af líkri gerð, talinn
vera „austan úr sveitum," var gefinn Þjóðminjasafni íslands 1970, en nán-
ari vitneskju um uppruna hans vantar.' ‘ Þriðji vefstóllinn er í Byggðasafni
Árnesinga á Selfossi; er hann frá Steinum undir Eyjafjöllum, en var á
5. mynd. Vefstóll í baðstofunni
á Geirastöðum í Mývatnssveit
1938; vefarinn á myndinni var
Stefán Sigurðsson, bóndi á
bænum. Vefstóllinn, sem eraf
líkri gerð og vefstóllinn á 4.
mynd, er talinn smíðaður af
Stefáni Helgasyni sem bjó á
Geirastöðutn á seinni hluta 19.
aldar (d. 1868). Stóllinn hefur
ekki varðveist. Ljósmynd:
Vigfús Sigurgeirsson.