Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 9
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
13
Klausturhólum frá 1895 og kom þaðan til safnsins 1964.'5 Sá fjórði, frá
Fagranesi við Þórshöfn, úr búi Baldvins Metúsalemssonar (f. 1844, d. 1917)
og konu hans Hólmfríðar Stefánsdóttur, er í Minjasafninu á Burstafelli,
skráður þar 1976."' Enn einn, af óþekktum uppruna, er varðveittur í „pilta-
stofu" í gamla bænum að Laufási/ og annar, nú í einkaeign í Reykjavík, er
vestan úr Hnappadalssýslu, nánar til tekið frá Haukatungu í Kolbeins-
staðahreppi; átti hann Jóhanna Guðríður Björnsdóttir (f. 1868, d. 1937), en
eftir hennar dag tengdadóttir hennar, Stefanía Gissurardóttir (f. 1909, d.
1989), þá prestsfrú í Hraungerði, Árnessýslu.''' Um þrjá er vitað af mynd-
um. Var einn þeirra á Geirastöðum í Mývatnssveit 1938 (5. mynd), að sögn
smíðaður af Stefáni Helgasyni bónda þar (f. 1822, d. 1868),"’ annar á Fljóts-
dalshéraði og sá þriðji sagður frá Engey; af þeim fyrsta hefur varðveist
setufjölin og ef til vill skeið, en óvíst er um hina tvo.'1
Gerð ofangreindra níu vefstóla er með því móti sem um aldamótin 1900
var talin eldri af tveimur: með slöngurif ofarlega milli hárra kinna eða
kjálka7" og með hangandi slagborði (6. mynd).73 Yngri gerð, sem þá var
álitin, var aftur á móti með slöngurif niðri, þ. e. fyrir neðan spennislá, í
svipaðri hæð og voðmeiðurinn.'1 Slíkan vefstól má sjá í fremsta stafgólfi í
baðstofunni í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í
Hrútafirði (7. mynd). Kom vefstóllinn til safnsins 1966 frá Núpsdalstungu
7. mynd. íslenskur vefstóll með slöngurif
fyrir neðan spennislá, frá Núpsdalstungu í
Vestur-Húnavatnssýslu, nú í Byggðasafni
Húnvetninga og Strandamanna að
Reykjum í Hrútafirði, BHS 1253.
Vefstólinn smíðaði Jón Skúlason smiður
(f. 1836, d. 1907) á Söndum í Miðfirði.
Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson 1967.