Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að slagborðið var fest við neðstu hliðarrimar frekar en efstu, " þ. e. vefstól-
arnir voru hafðir með standandi slagborði en ekki hangandi."' Breyting
þessi er sögð hafa komið fram erlendis á 19. öld, og var henni þar talið til
ágætis að vefstólar gætu þá verið lægri og minna færi fyrir þeim þannig
að jafnvel mætti staðsetja þá undir súð, ‘ en hér á landi er þess getið að
betra þótti og léttara að slá vefinn þegar svo var um slagborðið búið," og
einnig var talið að vefstólar væru þá stöðugri.4 Höfundi er þó aðeins kunn-
ugt um einn gamlan íslenskan vefstól með slagborði af þessu tagi og er
hann með slöngurif uppi; átti hann Gunnar Hinriksson vefari (f. 1845, d.
1932) sem orðlagður var fyrir iðn sína (9. mynd); var vefstóll hans afhent-
ur Þjóðminjasafni íslands 1937 og er varðveittur þar. íslensku vefstólarn-
ir eru sagðir hafa verið „sterklegir ... að öllum búnaði og ... einfaldir,"og
gerðir eingöngu fyrir fjórskeftan vefnað.7
Þótt sérkennilegt megi virðast er hin svonefnda eldri gerð íslenskra vef-
stóla - með slöngurif fyrir ofan spennislá - fremur fáséð erlendis, og
danskir vefstólar sem höfundur veit um, eldri sem yngri, að vísu ekki
margir, eru af öðrum gerðum, en yfirleitt þó með slöngurif niðri eða í
svipaðri hæð og brjóstsláin.4 Hliðstæðu við eldri gerðina verður hins veg-
ar að leita suður til Þýskalands, en sjá má ámóta tilhögun á myndum af
vefstólum sem þar voru í notkun á 19. og fram á 20. öld (1921),' og enn-
fremur, frá fyrri öldum, á vefstólslíkani frá 1798 og á myndum af vef-
stólum frá 1698, 1479 og 1456.Á báðum elstu myndunum eru vef-
stólarnir með spennislá og háum slöngurif, á þeirri frá 1479 með þremur
fótskemlum (10. mynd),"" en á myndinni frá 1456 með tveimur."" Þýsku
10. mynd. Ofið í vefstóli með slöngurif uppi yfir
spennislá á seinni hluta 15. aldar. Trérista úr
bók Rodericus Zamorensis, Spiegel des
menschlichen Lebens, sem gefin var út í
Augsburg í Suður-Þýskalandi 1479. Úr
Grenander Nyberg (1975), bls. 61, 43. mynd.