Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 15
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
19
13. mynd. Líkan afhrað-
skyttuvefstóli sem Þjðð-
minjasafn íslands eign-
aðist 1922, þá talið ekki
yngra en 40-50 ára.
Fremst á myndinni eru
eftirlíkingar afvefjar-
kambi og hraðskyttu; sjá
126. tilvitnun. Gjöffrá
Haraldi Sigurðssyni,
Reykjavík. Uppruni
líkansins er að öðru leyti
óþekktur. Stærð: hæð
mest 33,5 cm, breidd
rnest 29,5 cm, lengd mest
27 cm. Þjms. 8476.
Ljósmynd: Þjóðmmjasafii
íslands 1994.
aðurinn enn kenndur og stundaður á stöku stað á þriðja tug þessarar
aldar.”5
í Þjóðminjasafni Islands er varðveitt líkan af hraðskyttuvefstóli (13.
mynd), þangað komið 1922 frá Haraldi Sigurðssyni, verslunarmanni í
Reykjavík (f. 1882, d. 1934). Ekki er vitað um tilurð þess, en við skrásetn-
ingu var það talið „ekki yngra en 40-50 ára," þ.e. frá um það bil sama tíma
eða ívið fyrr en hraðskyttuvefnaður barst í Skagafjörð; ennfremur var þess
getið að sennilega hefði „mátt takast fyrir lagtæka menn að smíða" vefstól
eftir líkaninu.' Hugsanlegt er og raunar ekki ólíklegt að líkan þetta sé úr
eigu Sigurðar Jónssonar, föður Haraldar (f. 1839, d. 1909), fyrsta fanga-
varðar í Reykjavík (1874-1907), en hann dvaldist í Danmörku 1874 við að
kynna sér rekstur fangelsa og lærði þá jafnframt að vefa.' Auk líkansins á
Þjóðminjasafnið „ljómandi fallegan hraðskyttuvefstól" að því er segir í
safnskrá; var hann á Iðnsýningunni í Reykjavík 1952, en kom til safnsins
að henni lokinni. Er vefstóll þessi úr dánarbúi Guðmundar Kristinssonar,
myndskera og vefara' (f. 1867, d. 1949" ) frá Höllustöðum í Svínavatns-
hreppi í Austur-Húnavatnssýslu,'1' og óf Guðmundur meðal annars í honum
á Iðnsýningu Heimilisiðnaðarfélags Islands í Reykjavík 1921 við góðan
orðstír.14' Bæði hraðskyttuvefstóll Guðmundar og líkanið áðurnefnda eru
með hangandi slagborði, en í fyrra tilvikinu er slöngurifur uppi eins og á
þeirri gerð íslenskra handvefstóla sem talin er eldri, en niðri í því síðara.