Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Staðsetning vefstóla
Algengast var að vefstóllinn stæði í baðstofu'4" eins og vefstaðurinn
hafði gert á undan honum (8. mynd), eða í afþiljuðu hólfi í baðstofuhúsi.'44
Virðist þetta hafa átt við jafnt á stórbæjum sem smærri býlum. Samkvæmt
grunnmynd af Skálholtsstað var á biskupssetrinu 1784 vinnukvennabað-
stofa, sérstakt hús, sundurstúkað í brytakamers, spunahús, garns- og ull-
argeymsluhús og vefarahús (14. mynd, 30-33).144 Á bæ einum sunnanlands
var vefjarhús „bak við baðstofu,"14 en sumir höfðu vefstólinn „undir lofti í
portbaðstofum, í framhýsi eða úthýsi," í geymslu eða jafnvel úti í skemmu."'
í nýreistum bæ á Hólum í Hjaltadal upp úr 1825 - en þá var biskupssetur
þar aflagt fyrir um aldarfjórðungi - voru sagðar „2 stofur ... og vefjarhús"
sunnan við bæjardyr.14' Árið 1833 var á bæ á Suðurlandi, Ysta-Skála undir
Eyjafjöllum, ofið í nýendurreistum skála og, sökum kulda þann vetur, á
vinnupalli í fjósi, þar sem venja var að heimafólk sæti við vinnu á kvöld-
vökum; rúmlega þremur áratugum síðar var í nýjum bæjarhúsum á sama
stað „afþiljað herbergi, sem var í senn vefjarstofa og geymsla.""
Á stöku bæjum voru tveir vefstólar; má nefna sem dæmi að á Skúms-
stöðum í Landeyjum á 19. öld var einn vefstóll í þeim hluta baðstofuhúss-
ins er nefndur var karlmannabaðstofa, en annar á lofti í timburhúsi frammi
14. mynd. Hluti af grunnmynd af Skálholtsstað 1784 sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni
íslands. í suðurfrá aðalbæjarhúsunum neðst t. h. á myndinni er vinnukvennabaðstofa (30-
33): brytakamers (30), spunahús (31), gams- og ullargeymsluhús (32) og vefarahús (33).
Sjá ennfremur skýringar í Hörður Ágústsson (1989), bls. 297. Höfundur að teikningunni
er óþekktur, en kynni að vera Magnús Stephensen, síðar konferensráð. Þjskjs. C,ll,16.
Ljósmynd: Ljósmyndadeild Landsbókasafns íslands, ívar Brynjólfsson.