Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 17
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
21
15. mynd. Grunnmynd afbænum í Skálholti 1836. Hluti afmynd eftir Victor Lottin, prent-
aðri í París 1850. Á myndinni eru tveir vefstólar, métier og métier á tisser, ásamt tveimur
kvörnum, moulin og moulin á farine, skráðir í vistarverum undir baðstofunum tveimur.
Krossmerktu reitirnir tveir par inni sýna hvar stigar lágu upp í baðstofurnar. Úr Gaimard
([1850]), myndablað Géographie No. 5. Ljósmynd: Þjóðminjasafii íslands.
á hlaði, og var að sögn ofið gróft í þeim fyrri en smátt og vandað í þeim
síðari.1" Þá er þess getið að á sumum bæjum hafi verið lítt eða óinnréttað
„verelsi" undir baðstofu þar sem ofið var.'" Á grunnmynd af bænum í
Skálholti 1836 - þegar biskupssetrið þar var löngu aflagt, en tvíbýli á
staðnum' 1 - má sjá tvær vistarverur af þessu tagi, sína undir hvorri bað-
stofu, og vefstóla markaða í þeim báðum (15. mynd).'Við slíkar eða
þvílíkar aðstæður gat vefstóll staðið árið um kring, og þótti enda hagræði
að því að þurfa ekki að taka hann í sundur, og einnig að því að hafa hann
ekki í baðstofu þar sem mikið fór fyrir honum, þó svo að honum væri ýtt
til hliðar „milli voða."1'3 Sums staðar á bæjum var svo þröngt að taka varð
upp rúm í baðstofu til þess að koma vefstólnum fyrir meðan ofið var að
vetrinum."4 Loks má geta þess að ekki var eingöngu ofið á bæjum, því að