Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dæmi eru um, að minnsta kosti af Vestfjörðum, að sjómenn hafi haft vef-
stóla með sér í verið og ofið í landlegum „bæði fyrir sjálfa sig og aðra."155
Tíminn
Tíminn mínar treinir ævistundir,
líkt og kemba' er teygð við tein
treinir hann mér sérhvert mein.
Skyldi' hann eftir eiga' að hespa, spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta' í höföld, draga' ískeið?
Skyldi' hann eftir eiga' að slíta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta práðum til og frá?
Skyldi' hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
Skyldi' hann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki gizkað á;
en gamall held ég verði þá.
Páll Ólafsson.151’
Útbreiðsla vefstóla og vefstólavefnaðar
Ein þar vatt, en önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt ígóðum rann,
gæfan spratt við arinn þann.
Ólína Andrésdóttir.'
Kunnátta í vefstólavefnaði sem og í vefstólasmíði barst smám saman út
um land ekki aðeins með starfsmönnum sem unnið eða numið höfðu við
iðnaðarstofnanirnar í Reykjavík,' heldur einnig með þeim sem fóru utan
til náms í Danmörku í boði stjórnarinnar, og ennfremur með nokkrum