Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Með rentukammersbréfi 1783 var nokkrum sýslumönnum tilkynnt að
stjórn konungsverslunarinnar væri „fús til að ráða 2 ungar stúlkur og 1
pilt" úr viðkomandi sýslum til iðnaðarstofnananna í Reykjavík, og „skyldu
þessi ungmenni njóta ókeypis kennslu, fæðis og húsnæðis yfir námstím-
ann og fá ókeypis vinnuföt að því tilskyldu, að þau færu síðan aftur heim í
sýslur sínar og kenndu öðrum."™ Var gert ráð fyrir að námstíminn væri
þrjú til fjögur ár, og áttu piltarnir að fá að gjöf vefstól, en stúlkurnar einn
eða tvo rokka að námi loknu. Af bréfi frá 1785 má ráða að nokkur aðsókn
hafi verið að þessu námi, og af öðru bréfi, frá 1792, virðist ljóst að ung-
menni úr sjö sýslum, á Suður- og Vesturlandi, sem og Norðurlandi vestra,
hafa hagnýtt sér það. Sem dæmi má nefna að sonur Stefáns hreppstjóra á
Villingalæk í Rangárvallasýslu, Bjarni að nafni, var sendur til Reykjavíkur
þessara erinda.1'1 Kunnátta í rokkspuna og vefstólavefnaði breiddist að
einhverju leyti út með þessum nemum, og hafa iðnaðarstofnanirnar þann-
ig „í raun verið fyrsti iðnskóli íslands."™
Vefarar og vefkonur á ofanverðri 18. og öndverðri 19. öld.
í fyrstu virðast einungis karlmenn hafa ofið í vefstóli hér á landi, öfugt
við það sem tíðkaðist við vefnað í vefstað. 73 Eins og nafnið felur í sér, er
setið við vinnuna í vefstóli, andstætt því sem er um vefstað, og hefur verið
látið að því liggja, áreiðanlega þó fremur í gamni en alvöru, að af þeim
sökum hafi karlmenn farið að vefa.' Astæður fyrir þessari breyttu vinnu-
tilhögun munu í raun vera þær, að vefstólarnir voru í upphafi fengnir til
landsins sem iðnaðartæki og með þeim lærðir erlendir handiðnaðarmenn,
auk þess sem skipt hefur einhverju máli í þessu sambandi að oftar en ekki
voru karlmenn sendir af bæ til þess að kynnast þessum nýju verkfærum
og læra að hagnýta þau. 75
Á níunda áratug 18. aldar mun í fyrsta skipti getið um að konur vefi í
vefstólum. í riti Lærdómslistafélagsins eru nefndir þrettán einstaklingar
sem á árunum 1781-1788 hlutu konungleg verðlaun og náðargjafir fyrir
vefstólavefnað, tíu karlar og þrjár konur. Karlarnir tíu voru Jón sýslumað-
ur Jónsson á Stórólfshvoli í Rangárþingi, Stefán prófastur Högnason á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einar Brynjúlfsson á Barkarstöðum í Fljótshlíð
(sonur Brynjúlfs sýslumanns Sigurðssonar í Hjálmholti), Gunnlaugur
bóndi Magnússon sem þegar var nefndur, áður á Kolbeinsá en nú hrepp-
stjóri á Valdasteinsstöðum í Strandasýslu, og Jón bóndi Helgason á ótil-
greindum bæ í Barðastrandarsýslu árið 1781; séra Tómas Skúlason í Saur-
bæ í Eyjafirði, og Ólafur Stephensen amtmaður að Innra Hólmi árið 1783;
séra Gunnar Hallgrímsson að Upsum í Vaðlasýslu, og Jón Jónsson, 19 ára