Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um, vefara við Innréttingarnar.' Einnig má nefna Teit Sveinsson, klæða-
vefara í Teitsbæ í Reykjavík (f. um 1738),' og tvo „vefarasveina," Bessa
Arnason (f. um 1748) og Jón Þórarinsson (f. um 1746), einnig búsetta í
Reykjavíkurkaupstað.' Séra Guðmundur Böðvarsson á Kálfatjörn, afkasta-
mikill rokkasmiður"’’1 var jafnframt mikill vefari, og sendi stjórnin honum
vefstól að gjöf 1794.'Kl
Nokkrir lærðu iðnina erlendis. Einn þeirra, sem fyrst hafði lært hjá Ritt-
er á Leirá í vefjarmiðju Magnúsar Gíslasonar sem áður er frá sagt,' þang-
að sendur af Sveini lögmanni Sölvasyni á Munkaþverá, var Jóhannes
Tómasson,"' en hann mun hafa verið bróðir Jónasar, móðurafa Jónasar
skálds Hallgrímssonar; er sagt að hann hafi farið utan til vefnaðarnáms og
komið með vefstól með sér heim í Eyjafjörð laust fyrir aldamótin 1800.'"
Fjögur nafngreind ungmenni voru við vefnaðarnám í Danmörku 1787,
þrír piltar og ein stúlka, Olafur Snæbjörnsson, Jón Arnason, Guðmundur
„Thorersen" (Þórðarson?) og Sólveig Árnadóttir.'' Þá mun einn af sonum
Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum í Hörgárdal, Magnús
Thorarensen á Stóra-Eyrarlandi (f. um 1804, d. 1846"4), hafa numið klæða-
vefnað erlendis." Ennfremur dvaldist Jón (f. um 1770-1772"'’), sonur Þor-
steins prests Stefánssonar á Krossi í Landeyjum, við vefnaðarnám í Dan-
mörku undir lok 18. aldar (frá 1788" ) og hafði vefstól heim með sér. Jón,
oft nefndur Jón vefari, bjó að Höfða 1801 og síðar að Kóreksstöðum í
Norður-Múla-sýslu,' '* og er talið að honum megi þakka bætta vefstóla-
smíði og framför í vefnaði á Austurlandi á fyrri hluta 19. aldar."’
Enn er frásagnarvert að Þórður Sveinbjarnarson, síðar háyfirdómari (f.
1786, d. 1856), þótti afbragðs vefari. Frá 1802 þar til hann sigldi til háskóla-
náms 1817, sat hann í vefstól flesta vetur, fyrst í vinnumennsku lengst af
hjá föður sínum, en síðustu sex árin að nafninu til sem skrifari Stefáns
amtmanns Stephensen á Hvítárvöllum. 11 Óf hann þá meðal annars vand-
aða krossvefnaðarábreiðu - eða jafnvel tvær svo sem annars staðar verð-
ur frá sagt."L
Er kom fram á 19. öld færðist í vöxt að konur sætu í vefstólum, ekki síst
ef um listvefnað var að ræða. En allur algengur vefnaður var ekki síður
verk karla og jafnvel fremur svo undir lok aldarinnar, nema í Skaftafells-
sýslum; þar munu eingöngu konur hafa fengist við þennan starfa. Nefna
má þó eina vefkonu úr Rangárvallasýslu er fékkst við algengan vefnað á
19. öld, Þuríði Einarsdóttur á Ysta-Skála undir Eyjafjöllum (f. 1818, d.
1903), en hún vandist ung við vefnað. ’ ’ Ekki skulu fleiri taldir hér, heldur
vísað til bókar Halldóru Bjarnadóttur um íslenskan vefnað þar sem hún
tilgreinir nöfn margra vefara og vefkvenna frá 19. öld. "
14.12.1993/26.5.1994