Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 43
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
47
stóli." Við nánari athugun kom í ljós að á því var skrásetningartala,
143/1935, sem gaf til kynna að það tilheyrði Ward safni sem kennt er við
enskan kaupsýslumann, Pike Ward (d. 1935), en í því eru hátt í fjögur
hundruð gripir sem Ward eignaðist á um tíu ára tímabili frá 1896 er hann
dvaldist á íslandi, fyrst á Vestfjörðum, þá í Hafnarfirði en síðast á Austur-
landi. Safn hans barst Þjóðminjasafni Islands að gjöf í marsmánuði sama
ár og Asbúðarsafn, "rétt um það leyti sem Þjóðminjasafnið fluttist í hið
nýja hús sitt."3 í skrá sem Friðrik Brekkan safnvörður gerði yfir Ward
safnið vorið 1952 er líkanið ekki nefnt/ Bendir þetta til að það hafi fyrir
þann tíma orðið viðskila við aðra muni þess og fyrir vangá verið látið með
gripum Ásbúðarsafns, en það safn er ekki enn að fullu skráð.
16. mynd. Líkan af vefstóli í INard safiii í Þjóðtninjasafrii íslands. Á pví er bréfiniði með
áletruninni Model Handloom, og einnig er á því erlend skráningartala, 143/1935. í
líkanið vantaði spennislá og þverslá ofan af slagborði. Á myndinni hefur mjórri, Ijósleitri
spýtu verið stungið í höldurnar aftan á afturstuðlunum í stað spennislár. Hæð líkansins er
um 20 cm, breidd um 23 cm og lengd um 25 cm. í Þjóðminjasafni íslands, óskráð.
Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson 1994.