Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 47
LISE GJEDSS0 BERTELSEN
YNGRIVÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI
Hentugt er að skipta listþróun á víkingaöld í ákveðna stíla. Hugmyndir
fræðimanna um þessar stíltegundir eru ögn mismunandi, en þrátt fyrir
það er skiptingin í sex „klassíska" víkingaaldarstíla fyrst um sinn besta að-
ferðin til að skilja list tímabilsins. I myndlist víkingaaldar ríktu fastar hefð-
ir, á sama hátt og í skáldskap tímabilsins.
Hinir sex „klassísku" víkingaaldarstílar í Skandinavíu eru: á fyrri hluta
víkingaaldar svonefndir Ásubergsstílar, Borrestíll og Jalangursstíll, og á
síðari hluta víkingaaldar hinir svonefndu Mammenstíll, Hringaríkistíll og
Úrnesstíll. Borrestíllinn var fyrsti norræni víkingaaldarstíllinn, sem barst
til landa þeirra er norrænir menn settust að í og til hins nýja víkingaaldar-
samfélags á íslandi, þar sem hann er velþekktur. Ástæðan fyrir þessu er
að sjálfsögðu að þegar Borrestíllinn var fullmótaður á síðari hluta 9. aldar
höfðu norrænir menn tekið sér búsetu á íslandi.
íslendingar héldu áfram alla víkingaöld að fylgja sömu tísku og ríkti á
Norðurlöndum, þeir höfðu sömu viðhorf til listar og ríktu í "gamla land-
inu".
í stórum dráttum má segja að Mammenstíll hafi verið stíll síðari hluta
10. aldar, Hringaríkisstíll hafi verið stíll fyrri hluta 11. aldar og Úrnesstíll
hafi verið stíll síðari hluta 11. aldar. Þá verður reyndar að hafa í huga hve
náskyldir Mammen- og Hringaríkisstílar voru, enda báðir í notkun um
aldamótin 1000. Einnig ber að hafa í huga að um miðja elleftu öld má sjá
sífellt sterkari og sterkari áhrif Úrnesstíls á Hringaríkisstíl. í þriðja lagi
verður að muna að Úrnesstíll hvarf ekki skyndilega við upphaf 12. aldar
þegar hin nýja evrópska rómanska list barst til Norðurlanda.
Gripir í yngri víkingaaldarstílum eru bæði á íslandi og annars staðar á
Norðurlöndum úr ýmsu efni svo sem tré, beini, tönn, steini, málmi (kop-
arblöndum, silfri, gulli o.s.frv.). Gagnstætt því, sem þekkist annars staðar
á Norðurlöndum, er ekki vitað um nein dæmi um stór listaverk gerð í
stein á íslandi. Rúnasteinar með myndum komust þar aldrei í tísku. Þá
eru ekki heldur nein íslensk dæmi kunn um víkingaaldarstíla á textílum