Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið að texti hafi verið málaður á þessa steina, einnig geta þeir verið hluti
úr minnismerki sem gert var úr fleiri steinum og áletrun er eða getur hafa
verið á einhverjum þeirra.
Dæmi um stakar Mammengrímur eru á málmplötum sem standa upp á
öllum fjórum hliðum Bambergskrínsins."'
Dæmi þess að Mammengrímur séu notaðar sem hluti af mynd í sam-
hengi við önnur stef stílsins, þ.e.a.s. notaðar sem höfuð á t.d. dýrum, má
nefna skrautið á einni af silfurhringnálunum frá Skaill á Orkneyjum" og
ferfættu dýrin tvö á ytri plötunum á hlið Bambergskrínsins, hlið d, ’ einnig
ferfættu dýrin tvö á tveimur plötum á Camminskríninu."4 Þannig snýr
myndefnið mun ákveðnar að áhorfandanum sem best sést með því að
bera til dæmis áðurnefnda hringnál frá Skaill saman við aðrar nálar fundn-
ar á sama stað^ eða bera ferfættu dýrin með grímu fyrir haus á Bamberg-
og Camminskríninu saman við samskonar dýr á sömu skrínum sem hafa
haus sem sýndur er frá hliðk
Dæmi um Mammengrímur í samspili við önnur stef stílsins eru gríma á
loki Bambergskrínsins, þar sem lítil slanga er fléttuð í hökuskeggiðf ann-
að er gríma á milli tveggja ferfættra dýra á Lundsteininum 1 (Da 314) í
Lundi í Svíþjóð.2,< Kannski er Ljótsstaðagríman, sem við fyrstu sýn lætur
lítið yfir sér, en skorin af einstaklega miklu öryggi í „heimafengið" efni á
Islandi norðanverðu mikilvægust vegna þess að hún sýnir, með öðrum ís-
lenskum, norskum og sænskum dæmum, fram á að Mammenstíll var ekki
sérstaklega danskt fyrirbæri/ Það hefðu menn getað haldið vegna þess
hve margir prýðilegir danskir hlutir eru til í þeim stíl. Má þá einkum
nefna myndstein Haralds blátannar í Jalangri, Mammenöxina, og einnig
Bamberg- og Camminskrínin, sem oft eru talin dönsk. Hér með er ekki
sagt að Mammenstíllinn sé ekki skapaður í Danmörku. Mjög líklegt er að
svo sé, þó það verði sem stendur ekki sannað.
Prýðilegt dæmi um íslenskan Mammenstíl í stóru verki er skrautið á
furuborðinu frá Gaulverjabæ í Flóa, Þjms 1974:217." Á því sést jurtaskraut
með fallegum akantusblöðum í síðbornum Mammenstíl. Fjölin er lausa-
fundur frá 1974 úr túni nálægt gömlum rústum. Af töflunni að neðan má
sjá mál, myndefni og stíl fjalarinnar.
Mál Myndefni og stíll
Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Jurtaskreyti Mammen
Þjms 1974:217 68,3 17,9 3,6 X X