Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS laga höfuðfat, ekki er að sjá hann hafi önnur klæði. Hann situr á stól og heldur með báðum höndum á einhverjum hlut sem hvílir á hnjám hans. Mál og þyngd líkneskisins, myndefni og stíll kemur fram á eftirfarandi töflu. Mál og þyngd Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd ígr Þjms 10880 6,7 2,6 2,5 114,8 Myndefni og stíll Manns- mynd Gríma Höfuð- fat Kross Stóll Hringaríkisstíll X X X X X X Myndefni líkneskjunnar eru sem hér að ofan er sýnt: mannvera, líklega gríma, hattur, líklega kross, sem snýr á haus, og stóll. Að formi er líknesk- ið hringsæisstytta á rétthyrndum undirstöðufleti og hefur framhlið, bak- hlið, hægri og vinstri hlið. Þegar horft er framan á líkneskið má sjá mjósleginn mann að framan og eins og minnst var á þegar rætt var um grímuna frá Ljótsstöðum, táknar það myndugleika þegar mótíf er sýnt fram- anfrá. Gripurinn sem mannsmyndin heldur á er einnig sýndur framanfrá. Mannsmyndin situr á stól, og eru undir stólnum fjórir fætur sem bera líkn- eskjuna traustlega uppi. Greinilegt er að aðalatriði myndarinnar eru „and- lit" líkneskjunnar sem endar að ofan í uppmjóum hatti og að neðan í tjúgu- skeggi og hlutur sá sem mannveran heldur á. Yfirskegg mannsmyndar- innar beggja vegna er sýnt sem laglegt stílfært akantusblað í snemmborn- um Hringaríkisstíl.37 Hluturinn sem mannsmyndin heldur á er í lögun sem kross og neðri krossarmurinn tvöfaldur. Krossinn er á hvolfi. Myndefninu er skipað umhverfis lóðréttan og láréttan öxul. Lóðréttur miðöxull skiptir framhlið styttunnar í tvo samsvarandi helminga sem eru næstum eins. Hann gengur milli fótanna á styttunni beint gegnum krossinn, nákvæm- lega milli stórra handanna beint gegnum skeggið og endar í toppinum á höfuðfatinu. Lárétti öxullinn gengur gegnum hendurnar á mannsmynd- inni og eftir framhandleggjunum og skiptir mannsmyndinni í tvennt um miðju, þannig að krossinn nær nákvæmlega jafnlangt niður fyrir línuna og skeggið nær upp fyrir hana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.