Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
laga höfuðfat, ekki er að sjá hann hafi önnur klæði. Hann situr á stól og
heldur með báðum höndum á einhverjum hlut sem hvílir á hnjám hans.
Mál og þyngd líkneskisins, myndefni og stíll kemur fram á eftirfarandi
töflu.
Mál og þyngd
Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd ígr
Þjms 10880 6,7 2,6 2,5 114,8
Myndefni og stíll
Manns- mynd Gríma Höfuð- fat Kross Stóll Hringaríkisstíll
X X X X X X
Myndefni líkneskjunnar eru sem hér að ofan er sýnt: mannvera, líklega
gríma, hattur, líklega kross, sem snýr á haus, og stóll. Að formi er líknesk-
ið hringsæisstytta á rétthyrndum undirstöðufleti og hefur framhlið, bak-
hlið, hægri og vinstri hlið. Þegar horft er framan á líkneskið má sjá
mjósleginn mann að framan og eins og minnst var á þegar rætt var um
grímuna frá Ljótsstöðum, táknar það myndugleika þegar mótíf er sýnt fram-
anfrá. Gripurinn sem mannsmyndin heldur á er einnig sýndur framanfrá.
Mannsmyndin situr á stól, og eru undir stólnum fjórir fætur sem bera líkn-
eskjuna traustlega uppi. Greinilegt er að aðalatriði myndarinnar eru „and-
lit" líkneskjunnar sem endar að ofan í uppmjóum hatti og að neðan í tjúgu-
skeggi og hlutur sá sem mannveran heldur á. Yfirskegg mannsmyndar-
innar beggja vegna er sýnt sem laglegt stílfært akantusblað í snemmborn-
um Hringaríkisstíl.37 Hluturinn sem mannsmyndin heldur á er í lögun sem
kross og neðri krossarmurinn tvöfaldur. Krossinn er á hvolfi. Myndefninu
er skipað umhverfis lóðréttan og láréttan öxul. Lóðréttur miðöxull skiptir
framhlið styttunnar í tvo samsvarandi helminga sem eru næstum eins.
Hann gengur milli fótanna á styttunni beint gegnum krossinn, nákvæm-
lega milli stórra handanna beint gegnum skeggið og endar í toppinum á
höfuðfatinu. Lárétti öxullinn gengur gegnum hendurnar á mannsmynd-
inni og eftir framhandleggjunum og skiptir mannsmyndinni í tvennt um
miðju, þannig að krossinn nær nákvæmlega jafnlangt niður fyrir línuna og
skeggið nær upp fyrir hana.