Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 59
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI
63
efst er, er á æðsta og mikilvægasta staðnum á listaverkinu samkvæmt
hefðum kristinnar listar á þeim tíma sem verkið var unnið. Akantusinn
stílfærði er „pars pro toto" og táknar lífstréð. Undir reitnum sem hann er í
má sjá skrautlaust lárétt band, sem skilur efra flötinn guðdómlega með
hreinu skreyti frá neðra fletinum þar sem myndirnar eru að nokkru nat-
úralískar. Á neðra fleti er mynd af röð helgra manna og eru þeir séðir fram-
an frá, nema nefin sem eru sýnd frá hlið. Allir hafa geislabaug um höfuð-
ið. Af handahreyfingum mannanna þar sem þær sjást, má ráða, að helgur
maður (Kristur?) er að blessa með handahreyfingu sem kölluð er Bene-
dictio Latina. Sá helgi maður sem stendur honum á hægri hönd réttir
hægri handlegginn yfir bringuna, snýr handarbaki út og heldur fingrum
saman, og gerir þannig bendingu sem nefnist Hodegetria5'’ í átt til fyrr
nefnda mannsins. Hugmyndirnar bak við skrautverkið á Flatatungufjölum
eru þær sömu og að baki óteljandi öðrum myndum í kristinni list þessa
tíma. Flatatungufjalir eru elstu hlutar úr kirkjuinnréttingum á Norðurlönd-
um. Guðfræðingar réðu hvað kirkjulistamenn skyldu sýna og þótt langt sé
milli Norðurlands og Norður-Ítalíu er þar sama hugsun að baki kirkjulist
þessa tíma.
Verk náskylt Úrnesstíl
Á beinhólk frá Rangá, ekki langt frá Keldum, Þjms 329,5' má sjá harla
einstæða skreytingu. Myndefnin þar eru: tré, tveir hirtir, fjögur kringlótt
form og dýraflétta. Hólkurinn frá Rangá hefur upphaflega verið breiðari.
Ekki er vitað til hvers hann var notaður. Hann er talinn fundinn í upp-
blásnu kumli.
Eftirfarandi tafla sýnir mál og þyngd, myndefni og stíl.
Mál og þyngd
Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd ígr
Þjms 329 2,6 3,7 0,4 9,92
Myndefni og stíll
Tré Hirtir Hringir Dýrafléttur Úrnes
X 2 • X 4 • X X (X)