Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 60
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Tréð með hirti sinn hvorum megin, sem naga greinar þess, og hringlaga form yfir bakinu á hjörtunum, myndar allt eina heild. Stungið hefur verið upp á því að þetta væri mynd af askinum Yggdrasil eða að tréð táknaði kristið lífstré, og hirtirnir nærðust á því eins og sálir sem taka við guð- spjallinu eða sakramentinu. Tilgátur um tímasetningu eru annars vegar um 1000" (þá var þess getið til að hluturinn hefði verið úr eigu Hjartar Hámundarsonar og hirtirnir settir í samband við nafn hans). Önnur tilgáta er 11. öld eða síðari hluti hennar.’1 Sennilegra má telja að hér sé sýnt lífs- tréð og myndin sé frá síðari hluta 11. aldar. Tréð er stílfært, einnig hring- irnir og dýrafléttan aftan á. Það er varla vegna þess að menn kunnu ekki að gera eftirlíkingar dýra og jurta úr náttúrunni.’2 Hirtirnir eru haglega gerðir og eðlilegir, og sýna að listamaðurinn hafði lag á að líkja eftir nátt- úrunni! Skýringin liggur í hugsuninni á bak við þessa kristnu list. Lífstréð er sett á miðjan skreytiflötinn þar sem miðjan er mikilvægust, stílfært vegna þess að það er tákn hins guðdómlega, og sýnt framanfrá, sem tákn- ar vald og myndugleika. Hirtirnir beggja vegna eru sýndir frá hlið sem táknar lægri sess og minni myndugleika, en ef þeir hefðu verið sýndir fram- an frá. Hjörturinn er mikilvægt tákn í kristni og eitt af fáum kristnum tákn- um sem eru að öllu leyti jákvæð. í orðum biblíunnar má sjá að munur er á hægri og vinstri. Sá maður eða dýr sem er á hægri hönd þeim sem sýndur er í miðið - þ.e. til vinstri séð frá áhorfandanum, er á næstvirðulegasta stað myndarinnar.'' Hjörturinn sem þar er hefur hálsband eins og hirtirnir í guðspjallabókinni frá St. Médard, Soissons (nú í þjóðarbókhlöðunni í París),’4 þó hann hafi ekki bjöllu. Hinn hjörturinn á beinhólknum hefur ekki hálsband. Yfir hvorum hirti má sjá tvo hringi, annars vegar hlið við hlið og hins vegar hvorn upp af öðrum. Hringurinn táknar víða hið guð- dómlega lögmál án upphafs og enda.” Hringirnir fjórir tákna líklega al- heiminn." Dýrafléttan á "bakhlið" hólksins minnir nokkuð á Úrnesstíl, sama gerir lífstréð stílfærða og myndmálið allt virðist kristið. Því er líkleg- ast að tímasetja megi hólkinn á síðari hluta 11. aldar. Úrnesstíll Úrnesstíll er síðasti hreinræktaði norræni víkingaaldarstíllinn. Hann dregur nafn af stafkirkjunni í Úrnesi í Sogni innst við Sognfjörð í Vestur- Noregi, en á henni er mikill og frægur útskurður. Sú kirkja sem nú stend- ur í Úrnesi er reist um miðja 12. öld, en nokkuð af timbrinu í henni er lík- lega úr eldri stafkirkju sem þar hefur staðið og hefur sú verið reist á síðari hluta elleftu aldar. Varðveittur er vesturgafl kirkjuskips, einnig gafl og stólpi úr norðausturhorni kórs. Þá hefur varðveist dyraumbúnaður með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.