Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 63
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI
67
Mynd 6. Úrnesnæla frá Haaberg, Heddal Notodden
K., Þelamörk, Noregi. Framhlið. (Safnnr. UO C
11438). Ljósm UO.
Mynd 7. Úrnesnæla frá Hestehagen, Slependen,
Bærum, Akershus, Noregi. Framhlið (safnnr. UO C
14077). Ljósm. UO.
hinn er sléttur og óskreyttur. Dýrin tvö með lagi myndstefs 3 hlykkjast
hvort um sig í áttalaga beygjum, annað um háls og fremri rófuflipa mið-
dýrsins, hitt um framfót (framfætur) miðdýrsins. Hausar dýranna með
lagi myndstefs 3 eru sýndir að ofan. Nælan frá Tröllaskógi er prýðilegur
fulltrúi fyrir hið dæmigerða myndmál Urnesstíls: myndefnið er í öllum
smáatriðum strengilega sveigt undir heildina. Línurnar eru mjúkt sveigð-
ar og útlínurnar bogadregnar, þó með hvössu horni við hné eins dýrsins.
Myndin er byggð upp úr stórum víðum kringlóttum lykkjum og samspilið
milli breiðra og mjórra, niellofylltra og sléttra flata er notað. Nælan frá
Tröllaskógi er sú eina af sinni gerð sem enn hefur fundist á íslandi, en
annars er hún ekki ein á báti. Tvær Úrnesnælur eru til af þessari gerð frá
Noregi, er önnur frá Haaberg í Heddal í Notodden K. á Þelamörk. safnnr.
UO C 11438 (mynd 6)71’ og hin frá Hestehagen, Slependen, Bærum, Akers-
hus, safnnr. UO C 14077 (mynd 7).77 Ein næla af sömu gerð er þekkt í Sví-
þjóð, það er brot úr nælu frá Vindelgransele, Lyckselesókn í LapplandiÚ
Mynd 8. Agnus Dei næla í rómönskum stílfrá Vor Frue
Kirkeplads, Hróarskeldu, Danmörku. Framhlið (Safnnr. NMII
D 5894b). Teikn. R.Bcldini.