Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 75
UM ALDUR HILLEBRANDTSHÚSS Á BLÖNDUÓSI 79 árið 1803 er greint frá því í lýsingu, að Kokkhúsið er orðið mjög lélegt og nokkuð fúið. Mikilvægt er einnig að haft sé í huga, að eftir daga einokun- arverslunarinnar á Skagaströnd voru eignir hennar seldar og voru eftir það í eigu einstaklinga eða félaga sem ráku verslun á Skagaströnd. Hóla- nessverslun, sem Hillebrandt eldri stýrði í upphafi og síðar Hillebrandt yngri, var sett á stofn um 1833. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Hólanessverslun hafi eignast hús á Skagaströnd. Víkjum þá að því sem lesa má úr Hillebrandtshúsi um sögu þess. I því efni vísar Hrefna til athugana Leifs Blumenstein á húsinu og einnig til eigin athugana. 1 virðingunni frá 1758 er þess enn fremur getið að krambúðin sé 10 fög á lengd og 4 fög á breidd. I virðingum húsa einokunarverslunarinnar er orðið fag oftast notað sem lengdareining húss sem markast af bili milli sperra eða stoða. Hins vegar er orðið einnig stundum notað í merkingunni sperrufag, þ.e. sperrupar. Lengd hússins í fögum er þá ævinlega einu fagi minni en fjöldi sperrufaganna. Upplýsing um hve langt húsið sé í fögum er því ekki ótvíræð nema ljóst sé um hvora merkingu orðsins er að ræða. Eins og fyrr segir er það langoftast notað sem lengdareining, bil milli stoða, en hitt kemur einnig fyrir. Hillebrandtshús er 9 fög á lengd og 4 fög á breidd (lengdareiningar). Sperrupör þess eru 10 talsins og stoðir langveggjar 10. Stoðir í gaflvegg eru 5. Til þess að þetta komi heim og saman við upplýsingarnar um gömlu krambúðina sem er sögð 10 fög á lengd og 4 fög á breidd þarf því að nota hugtakið í báðum merkingum þess. Þegar um lengd hússins er að ræða þarf að skilja orðið fag sem sperrufag eða stoðafjölda, en þegar um breidd- ina er að ræða þarf fag að vera lengdareining. Þetta verður að telja mjög langt seilst til sátta. Ef gefa á þessum samanburði á lýsingunni frá 1758 við Hillebrandtshús mikið vægi, þá hlýtur hún fremur að staðfesta að hér sé ekki um sama hús að ræða heldur hið gagnstæða. Af þessu efni dregur Hrefna hins vegar gagnstæða ályktun. Hún segir: „Af þessu að dæma samræmist stólpa- og sperrufjöldi Blönduósshússins þeirri lýsingu sem til er af gömlu krambúðinni eða kokkhúsinu frá Skaga- strönd." Leifur benti réttilega á að Hillebrandtshúsið er óvenjulegt að því leyti, að grind þess er reglulegri en tíðkaðist um íslensk grindarhús. Stoðir, gólf- bitar, loftbitar og sperrur standast á. Beint upp af hverri stoð í langvegg er gólfbiti sem nær þvert yfir húsið og yfir hverjum gólfbita er sperra. Þetta er óvenjulegt hérlendis, en nánast regla í sambærilegum húsgrindum í Danmörku. Af þessu atriði verður ekki neitt ályktað með vissu, en af því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.