Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að Ari Jónsson, lögmaður, Arasonar biskups, hafi smíðað stól þennan, sem
ber fangamark hans. Þess er getið í íslenzkum æviskrám Páls E. Ólasonar, að
Ari hafi verið atgervismaður mikill, og þess, að hann hafi hlotið menntun.
Þegar Ari Jónsson keppir að því að verða lögmaður, um 1530, komust
ýmsir áhrifamenn svo að orði í bréfi til konungs Danmerkur að hann væri
„erleg dandisveinn" (Sjá rit Guðbrands Jónssonar um Jón Arason biskup).
Þannig hagar að Ari Jónsson hefur sennilega skrifað eina bæn af sjö í hand-
ritinu R:719 í háskólabókasafninu í Uppsölum. Svavar Sigmundsson vakti
athygli á þessu í grein ekki alls fyrir löngu. I handritinu eru gerðar þrjár
myndir sem ekki eru eignaðar neinum sérstökum manni, en talið er að
einn og hinn sami hafi gert. Líklegt þykir að þessi sami maður hafi gert
hinar mörgu teikningar sem sjá má í Heynesbók, AM 147, 4to. Ari lög-
maður Jónsson kemur vel til greina sem höfundur þessara mynda að því
er mér virðist. Ef borin er saman skreyting Grundarstóla og téðar hand-
ritamyndir virðist eiginlega ekki þurfa að efast um að sami maðurinn hafi
verið þarna að verki.
I þessari grein hef ég látið hjá líða að ræða ýmislegt í skreytingu Ara-
stóls, einkum atriði í gróðurskrautinu, enda hefur það efni notið skýringa í
doktorsritgerð E. M. Mageroy um skreyti af þessu tagi í íslenskum tré-
skurði. Sama gildir um grein mína í Árbók 1980. Stóllinn í Danmörku, eins
og stóll Þjóðminjasafns íslands, er skreyttur drekahausum ofan á báðum
stólpunum við bak, og snúa hausarnir til beggja hliða. Sams konar trjónur,
minni, sem snúa eins og þessar, eru á stoðunum við framhlið Hafnarstóls,
og þar rísa auk þess litlar, kringskornar myndir upp af sjálfum stoðaend-
Mynd 2. Teikning er sýnir
stól Ara Jónssonar. Úr
Antiquarisk Tidsskrift 1843.
Drawing ofthe chair ofAri
Jónsson. From Antiquarisk
Tidsskrift 1843.