Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 83
STÓLL ARA JÓNSSONAR
87
Mynd 3. Fangamark Ara
Jónssonar áframhlið
stólsins í Danmörku.
Ljósm.: Þjóðminjasafn
Danmerkur. Monogram
of Ari Jónsson onfront of
the Denmark chair.
unum. Vel má greina að atriðin uppi á stoðum í stólnum sem Þjóðminja-
safn íslands á eru lítið eitt stærri vinstra megin. Slíkur stærðarmunur kem-
ur einnig fram á stólnum í Danmörku, en þar hagar öðru vísi, er hægri
trjónan við bak og vinstri framhliðartrjónan stærri en myndir andspænis.
Þessi samhverfnisskortur er tíður á miðöldum. I lrinu ágæta fangamarki
Ara Jónssonar á miðri framhlið Hafnarstóls, en það er haft í kringlureit
með gjörð, kemur fram upphafsstafur, latneskur að stofni til, þetta er A,
en rúnin ýr, I, þ.e. ýviður, er í senn þverbandið í A-inu og síðari upphafs-
stafur fangamarksins, sem er AI. Rúnin snýr öfugt, gert það lag sést t.d.
á legsteini með rúnum frá Teigi í Fljótshlíð, sem er í Þjóðminjasafni
fslands, Þjms. 9374.
í fangamarksrúninni verður greind slanga með vargshaus, skreytt stór-
um skúf að aftan. Svipað höfuð kemur í ljós á spennu frá Fure í Noregi,
grip sem hefur verið rakinn til 8. aldar. Gætir þar áhrifa frá list Bretlands-
eyja, að því er Nils Áberg telur. Slíkt höfuð getur einnig að líta í útskurð-
inum úr hinum fræga Ásubergshaug í Noregi, sem kann að vera orpinn á
9. öld. Fléttumunstur með þverrákuðum ferningsreitum, eins og gert með
hliðsjón af tágum, er á stólnum í Danmörku, munstur þetta í bjúgsneiðar-
reit, hálfkringlu, efst t.h. á framhlið. Þetta munstur kemur í ljós í Ásu-
bergsminjum, og þekkist víðar að. Fram úr gininu á vargshausnum á
hægra bakstólpa gengur stautur, sívalur, með lágum hrygg að endilöngu,
og teningslaga enda. Teningurinn sem þarna er gerður er lítið eitt ílangur,
þunnur og veit langsum. Er lagið áþekkt og á fornum varpteningum sem
fundist hafa á Gotlandi. Vel má spyrja sig hvort hér sé ekki um að ræða þá
tegund af töflum sem orkt er um í Völuspá þegar jörð kemur úr ægi eftir
ragnarök: