Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 85
STÓLL ARA JÓNSSONAR 89 mjög sveiglaga hægindastóll, og loks stóll sem leggja mátti saman. Fleira var til sæta hjá Grikkjum. I hinni úthöggnu myndasamstæðu af eystra gafli Parþenonhofs í Aþenu situr Seifur miðsvæðis á háum þronos-stól. Eftir því sem unnt er að gera sér í hugarlund hvernig samstæðan hefur verið, er stóllinn með tveimur kistlum að neðan, hvorum upp af öðrum. A fornri fórnartöflu með lágt upphleyptu verki, fundinni í Locri á Suður- Ítalíu, er mynd sem vert er að skoða nánar. Tafla þessi, ekki ósnotur, mun gerð milli 480 og 450 f.Kr., og er varðveitt í Museo Nazionale í Reggio. A lrenni er mörkuð mynd Hadesar undirheimaguðs, sem rann saman við Plútó, guð auðsins, og mynd Persefóne, konu Hadesar. Hún var dóttir De- meter kornmóður. Guðinn og gyðjan sitja saman í hásæti. Sjá má að gyðj- an heldur á kornknippi og hana, en hæna stendur undir hásætinu. Þetta húsgagn á töflunni minnir nokkuð á gamla, íslenska sætagerð, og hænsnin leiða hugann að Rafnsstól. Þannig háttar, að hönum og hænum hefur ver- ið fórnað í tilefni uppskerunnar meðal íbúa hins þýska menningarsvæðis. Hefur sá siður dafnað að láta hana í síðasta kornbundinið, og álíta menn hana þennan vera kornvættinn. Komið verður að hænsnamyndunum í stól Rafns Brandssonar síðar í þessari grein. Fimm stórar myndkringlur liggja í röð langsum á efri þverfjöl baks í stól Ara Jónssonar. Þær eru allar jafn stórar og höfð jöfn bil milli þeirra. Eru þetta kringlóttir reitir með breiðri umgerð, en mannamyndir skornar í öllum reitunum. Ekki verður annað sagt en sérstök prýði sé að þessum myndkringlum. Slík atriði hafa verið vinsæl í íslenskum tréskurði og virð- ast eiga ættir að rekja til listar fornaldarinnar við Miðjarðarhaf. Þaðan virðist komið hið stutta vaxtarlag mannfólksins í kringlum þessum og annars staðar á Grundarstólum. Merkilegt dæmi um notkun hringa með myndum að innan er hluti af koptísku veggtjaldi frá Egyptalandi sem varðveitt er í Metropolitan-safninu í New York, og er það frá um 400 e.Kr. eða síðar. Gerð eru höfuð í hringunum. Standa þær myndir í sambandi við Bakkusar-hátíðir. Myndkringlur koma fyrir enn víðar í list Kopta. Eins og á stólnum í Þjóðminjasafni liggja í Arastól fimm útskornir riml- ar, jafn breiðir, milli beggja þverfjalanna í stólbaki, og standast rimlarnir á við kringlurnar. Skarð með umdrætti þriggja laufa gengur upp í neðri brún á efri þverfjöl gegnt bilunum milli myndkringla, og eftir verður stutt útskot, þverskorið, milli skarða. Skörð af þessu tagi þekkjast í miðaldalist, sem sjá má á stól frá um 1250 í kirkju í Little Dunmow í Englandi. Riml- arnir í baki Arastóls tengjast efri slánni við útskotin og neðri þverfjölinni í bogadregnum skörðum. Auk myndkringlanna fimm efst í baki sést hálf kringla úti við endana báðum megin, ekki eru á þeim neinar myndir en net ráka á. Þessar hálfu kringlur sem nefna má bjúgsneiðar bera heitið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.