Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
pelta og eru mjög forn atriði. Neðar á stólnum, þétt við framstólpana,
koma fleiri bjúgsneiðar í Ijós. Fallegt dæmi um notkun bjúgsneiða sést í
skreytingu forns handrits dómkirkjunnar í Durham í Englandi, MS AII10,
sem er frá því nokkru fyrir 650 e.Kr. Bjúgsneiðar handritsins eru sagðar
keltneskar að uppruna.
Gerð eru falleg tré eða hríslur í þremur bilanna milli myndkringla, rísa
trén tvö og tvö saman, hvort við hlið öðru, og vindast saman. Op er í
miðju við bæði ytri trjáapörin. Hliðstæð mynd við þau, einföld mjög, er
rist á fremur litlum steini, skipað í flokk með svonefndum dvergsteinum,
sem fannst í grafreit hjá Lindholm í Barrasókn í Svíþjóð. X-laga mynd er
algengt skrautatriði á útskornum, þýskum húsgögnum frá 15. og 16. öld. í
þessu skrauti getur m.a. að líta x með opi í miðju, og líkist sú mynd hinum
ytri trjáapörum. Otto von Falk hefur fjallað um þessi húsgögn.
Myndrænn samruni atriða, svo sem martns og dýrs, dýrs og trés, o.s.frv.,
á sér langa sögu. Gott dæmi um samruna í norrænni list frá fyrri öldum
sést á ýmsum stöðum í hinni ágætu bergristu í Ramsund í Södermanlandi
í Svíþjóð. I útskurði Grundarstóla ber fyrir augu samruna víðar en á
einum stað. í bilinu milli kringla lengst til vinstri á efri þverslá er t.d. ljótt
kynjadýr af þessari gerð. Er það í fuglslíki, með vargshaus, og er samfast
trjábol, sem gengur á ská úr vinstra horni í bilinu að neðan og upp undir
hausinn. Vængjuð slanga með vargshaus, alls ekki árennileg, að nokkru
leyti hnútur og að nokkru leyti úr gróðurríkinu, blasir við á neðri þver-
fjölinni vinstra megin. Hún tengist teinungsskrauti vinstra megin á fjöl-
inni. Vængjaðar slöngur koma snemma fram, a.m.k. þegar í list Forn-
Egypta. Gegnt dreka þessum, sem nær um það bil inn að fjalarmiðju, þétt
við hann, situr á jafnsléttu höfuðstór maður með hettu, sem virðist vera
Mynd 4. Hhitifílabeins-
töflufrá Murano á Ítalíu
þar sem greina má dreka
og Jónas spámann við tré.
Detail ofivory diptych
from Murano, Italy, with
Jonah and the dragon
(whale).