Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 89
STÓLL ARA JÓNSSONAR 93 var upp. Er þarna ef til vill skýring á grímuandlitinu sem kórónan er við. Þessi „konungur" var bundinn tvisvar og hann var skreyttur rauðum borðum, fólk kom honum fyrir hátt uppi á síðasta bundinastakknum, og sagt er að konur, hlæjandi, hafi borið hann upp á fjall eða hæð þar sem hann var skilinn eftir til sólseturs. Vegna fiskmyndarinnar á vinstra bak- stólpa má geta þess þýska siðar að stilla upp fiskum á uppskeruhátíðum, oftast var um að ræða fórnarmat, og var talað um „gullna fiska". Gröftur prýðir efra og neðra hluta bakrimlanna í stól Rafns Brandsson- ar. Kemur þarna fram jurtaskraut, rákaskraut og mynd dreka, en fjögurra blaða smári neðan í bendli er gerður á efra endanum á öðrum bakrimli frá hægri. Slíkur smári heitir lásagras, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ber á smára þessum í skrauti á fornum listgripum, m.a. gripum frá Gotlandi. Á miðöldum hófst hann til tignar í skjaldarmerkjagerð. Sú trú hefur hvílt á þessari jurt að hamingja fylgdi henni jafnt og töfravald í ástum, og hún átti að geta verið vörn gegn galdri. I smáranum á bakrimlinum verður greindur Möltukross í miðju, en þó vantar neðan á stofn. Kross þessi, sem kemur árla fyrir í akanthus-skrauti, er mjög forn, og þekkist ef til vill í fyrstu sem hakakross. Virðist sem táknið eigi uppruna á nýsteinöldinni í Vestur-Asíu. Bendir til þess skreyting, sérkennileg, á leirhlut frá Samarra í Mesópótamíu, frá um 4000 f.Kr., þar sem gerð eru fjögur stílfærð dýr. Þess má geta að fjögurra blaða smárinn og Möltukrossinn koma í ljós á hinum norrænu rúnasteinum. Bæði táknin eru við miðju á ellefu stöllum sem liggja með jöfnu bili á efri brún efri þverfjalar í baki Rafnsstóls. Er Möltukrossin- um valinn staður á smáranum miðjum, og út í vik smárans teygir sig alls staðar oddlaga blað. Yst til hægri á fjalarbrúninni liggur tólfti stallurinn, þar er blaðundningsstúfur. Milli stalla er rist hin kunna rúnaáletrun Þór- unnar Jónsdóttur Arasonar. Ein gjarðanna umhverfis knippin í stól Rafns virðist gerð úr arnarvængjum sem leggjast nokkuð hvor yfir annan. Svo- nefndir óvættir kornsins koma fram í ýmsum myndum í germanskri upp- skerutrú, t.d. í dýrslíki, mörg dýr byggða og skóga urðu fyrir valinu, og virðist sem þannig fáist skýring á gjörðinni. Skýrir Jan de Vries frá þessu í riti sínu um forn, germönsk trúarbrögð. Önnur gjörð í bakinu er blóm- skreyti. Það hefur verið siður á þýska svæðinu að kenna síðasta bundinið við Óðin, og venja var að binda síðustu stönglana saman með grasi eða blóm- um. Á íslandi hefur það tíðkast í Mývatnssveit að skilja eftir þrjú heyföng að slætti loknum og helga þau Óðni. Örninn taldist vera fugl Óðins. Kenndu menn Óðin við hann, nefndu guðinn Örn eða Arnhöfða. Hlutur Freys kann að vera talsverður í skreytingu Grundarstóla. Ytri trjáapörin í bilun- um á efri þverslá líkjast rúninni ingwaz, b, eins og hún er á fornu sverði, en þetta rúnarnafn á við Yngva, þ.e. Frey, rúnin er rituð þannig:^.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.