Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 91
STÓLL ARA JÓNSSONAR
95
Mynd 6. Útskurður á bakinu á stól Ara Jónssonar. Ljósm.: Þjóðminjasafn Danmerkur.
Carving on the back ofthe chair of Ari Jónsson.
sem slíkt virðist helgað tímalegum takmörkum. Má hér vitna til veggtjalds
frá því fyrir 1380 í kastalasafninu í Angers í Frakklandi. Veggtjaldið, svo-
nefnt Opinberunartjald, er ofið eftir fyrirmyndum listamannsins Jean de
Bondol, sem starfaði í París frá 1367 til 1381. Altarið stendur inni í skraut-
legu skýli og merkir þetta atriði mælistiku tímans. Framan við manninn í
kringlunni er gróður, að því er virðist runni og pálmagrein. Maðurinn er í
flík sem nær honum í háls, og er með kápu yfir sér. Á rimlinum neðan við
er gert mannshöfuð með mítur. Báðar þessar myndir gætu átt við Jón Ara-
son.
Af börnum þeim sem Jón biskup Arason og fylgikona hans, Helga Sig-
urðardóttir Sveinbjarnarsonar eignuðust, en þau urðu ef til vill tíu, munu
þrjú hafa dáið ung. Hugsanlega er verið að minnast þessara þriggja barna
í útskurði kringlunnar yst til hægri á efri þverslá. Þar standa í röð hver
fram af öðrum þrír menn, mjög líkir útlits, sem snúa allir til vinstri, þeir
eru síðhærðir, íklæddir kápum sem falla í lóðréttum fellingum, en hetta
liggur aftur á bakið. Fremsti maðurinn í hópnum heldur á bók með gati
gegn við miðju, einkunn heilags Vinfreðs, kristniboða Þýskalands, en hin-
ir styðjast við staf. Þekktir eru með nafni fjórir synir Jóns Arasonar bisk-
ups og Helgu Sigurðardóttur, það eru Ari, Björn, Magnús og Sigurður, og
þrjár dætur, Helga, Þórunn og Þuríður. Jón biskup og tveir sona hans, Ari
og Björn, voru teknir af lífi í Skálholti 7. nóvember 1550, eins og kunnugt
er. Höfuð konu er skorið út á öðrum bakrimli frá vinstri, er hún með lága
kollu, og virðist ekki fráleitt að halda að mynd þessi sýni Helgu, hún þann-
ig við hlið Jóni. Myndin í annarri kringlu frá hægri á þverslánni er af konu