Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í síðum kufli, snýr hún t.v., krýpur á kné, og sveiflar reykelsiskeri fyrir
framan sig með vinstri hendinni. Gafl helgiskríns með lagi kirkju sést
lengst til vinstri, þarna gerður helmingur kirkjuskips og annað hliðarskip-
anna, en mynd þessi þakin hrufum í skáhöllum þéttum röðum. Þuríður
Jónsdóttir Arasonar dvaldist í klaustrinu að Stað í Reynisnesi. Virðist lík-
legt að henni sér hér lýst við helgiathöfn. Það var siður þegar heilögum
Andrési var haldin hátíð, og reyndar oftar, að bera reykelsi um híbýli og
peningshús, að reykja, eins og það nefndist. Er hér um að ræða fjarlæging-
arathöfn, en reykingin telst auk þess vera í tengslum við baksturssiði og
anda uppskerunnar. Má hér vísa til áður nefndrar handbókar um þýska
þjóðtrú. Mynd konu í ormslíki að neðan er í kringlunni sem liggur lengst
til vinstri á fjöl. Kona þessi ber liljukórónu á höfði og er klædd nærskor-
inni flík. Hún veit til hægri, seilist með vinstri hendi til trés fyrir framan
sig, og tré þetta sporður. Við mittisstað umlykur hana ormsbolurinn, er
hann ekki ósvipaður belti, og konan heldur með hægri hendi um hann.
Bak við þessa veru, sem er sennilega ein dætra Jóns Arasonar, rís tré sem
líkist stafnum s, öfugum. Á ysta rimlinum til hægri er mannshöfuð með
lágri kollu, sbr. konuna á öðrum bakrimli til vinstri. Hinar tvær lágu koll-
ur virðast helst geta verið kórónur af gerð sem þekkist í Miklagarði og
Austur-Evrópu. Sést gerð þessi í býsönskum tíglamyndum. Á öðrum rimli
frá hægri kemur í ljós mannshöfuð með liljukórónu, kóróna þessi nokkuð
frábrugðin þeirri sem sést í myndkringlunni lengst til vinstri. 1 annarri
kringlu frá vinstri er svo skorin út kyrtilbúin kona, hún minnir á skjald-
mey eða valkyrju, og virðist þetta kunna að vera þriðja dóttirin. Fornar
myndir af sigurgyðjum eru hér ef til vill fyrirmynd. Þessi kona snýr til
vinstri, krýpur á kné, blæs í horn, sem hún heldur í vinstri hendi, höndin
ekki vel eðlileg, eins og kemur fyrir víðar, en gamallegur sporðskjöldur er
fyrir framan hana, og heldur hún honum uppréttum með hægri hendi.
Bak við hana sjást hrufur í þremur samhliða, örlítið sveigðum röðum, nær
því lóðréttum, ekki er vel ljóst hvað atriði þetta merkir, þó getur verið að
þarna sé vængur.
Vinstra megin hins miðlæga fangamarks Ara Jónssonar á stólkistli að
framan, í jafn stórum kringlureit, og með sams konar umgerð í kring, er
gerður tvöfaldur grískur kross. Hann er eins og átta spela hjól, og þarna
haft gróðurskraut, liggja báðir krossarnir hvor yfir annan á ská og hallar
til hægri. Þetta merki kallast vindarós. í jafn stóru kringluatriði til hægri á
framhlið er grískur kross sem hallar eins, og hér einnig gróðurskraut. Þann-
ig vill til að bæði ofantalin merki, einfaldi krossinn og hinn tvöfaldi, sjást
saman í upphleyptu skrauti höggnu í stein utan á kirkju heilags Markúsar
í Feneyjum. Annars staðar í kirkjunni, í sams konar skrauti, getur að líta