Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 95
STÓLL ARA JÓNSSONAR
99
haldið fram að þarna sé gerð Hyrrokkin sem getið er í sambandi við bálför
Baldurs. Skrímsli þetta er með strúthettu og strúturinn langur mjög.
Ekki veit ég hvort mönnum geti heimilast að gera ráð fyrir tengslum
milli áhangenda Oðins og þess siðar að bera strúthettu. Hvernig var síð-
höttur Óðins? Litla myndin ofan á hægra framstólpa stólsins í Danmörku
sýnir sennilega mann uppi í tré við innreið Krists í Jerúsalem. En hún
getur um leið merkt annað, og dettur mér í hug að þarna vilji sá sem skar
vera að segja okkur frá álfi sem tengist tré. Hár verunnar er þannig að
jafnframt má álíta það húfu, topphúfu. Af frásögn Sighvats Þórðarsonar
skálds um álfablót á Gautlandi árið 1018 sést að honum var vísað burt frá
bæjum vegna blótsins, og kona ein varnaði honum inngöngu sökum ótta
við reiði Óðins. Hefur guðinn því verið verndari álfum. Tréð sem sjá á
fyrir sér gæti þannig verið ættað í senn frá norðlægum slóðum og
Palestínu. Ef til vill eru hér tengsl við uppskerutrú og trú á Óðin. J.G.
Frazer segir frá því í riti sínu um trú og galdur, The golden bough, að sænsk-
ir bændur stingi niður laufgaðri grein í hvert plógfar á ökrum sínum til
þess að uppskeran verði ríkuleg. Getur Frazer um hliðstæða siði meðal
Þjóðverja og Frakka.
Vart verður svo staldrað við Grundarstólana að ekki séu hugleidd hin
fornu öndvegi norrænna manna. Traustar og glöggar heimildir um þau
eru þó ekki á hverju strái. A reflinum góða í Bayeux í Normandí, sem er
um 70 m á lengd og um 50 sm á breidd, og þykir mikið listaverk, er lýst í
ísaumi innrás Vilhjálms bastarðs, hins normannska höfðingja, í England
árið 1066, og ýmsu sem gerðist um það leyti. Refillinn í Bayeux á að vera
saumaður ekki löngu eftir innrás Vilhjálms bastarðs. Óvíst er hvort telja