Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
henda og Ásmundar berserkjabana, einni af Fornaldarsögum Norður-
landa, þegar Árán sleit bæði eyrun af Ásmundi. Frásögnin má hér skerfur
þykja, þótt ekki sé greint frá neinum dreka né getið um valhrafn. En þarna
er sannarlega draugaofsi uppi. Sviðið er haugur, kemur í ljós að Árán
hefur setið á stól í öllum herklæðum, og Ásmundur lét færa sér stól í
hauginn. Fundið verður hliðstætt minni í Danmerkursögu Saxa fróða, 5.
bók ritsins. Þar segir frá þeim Asmundus og Asuithus. Var Asuithus
heygður í helli og Asmundus heygður lifandi með honum. Til eru heim-
ildir um að menn lifðu sem hænsn eftir dauða sinn, og gættu fjársjóða.
Hænsnin á báðum framstoðunum á stól Rafns lögmanns geta tengst slíkri
trú. Myndast þá samræmi við umrædd drekahöfuð á stólpunum við bak
og atriðin við þau.
Vegna skyldleikatengsla Grundarstóla við býsanska list er heimilt að
taka sérstaklega til Ravennastólinn sem á hefur verið drepið. Hér áhrærir
einkum hið lága bogasnið á
stól Rafns Brandssonar að
ofan og sama snið efst á
sætinu í Ravenna, hið snot-
urlega jaðarskraut á stól
erkibiskupsins, bæði á fram-
stoðum og við bak, þar sem
getur að líta bylgjutein-
unga, og tilhögunin á fram-
hlið hásætiskistilsins, þar
sem fangamarki Maximi-
ans er valinn staður við
miðja sessbrún. Sagt er að
Justinian Miklagarðskeisari
Mxjnd 10. Stóll úr fílnbeini sem
átti Maximian, erkibiskup í
Ravenna. Áframhliö Jóhannes
skírari og guðspjallamennirnir
fjórir á báða vegu honum.
Ivory chair of Archbishop
Maximian, Ravenna. Onfront
John the Baptist flanked by the
four Evangelists.