Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 101
STÓLL ARA JÓNSSONAR 105 (482-565 e.Kr.) hafi gefið Maximiani stólinn. Saga býsanskrar listar er talin hefjast á tímum Jústinians, og má segja að fyrsti raunverulegi sigur hennar sé unninn með kirkjunni San Vitale í Ravenna, sem vígð er 547. Eru tíglamyndir hennar víðfrægar. Meðal þeirra er mynd af Maximiani erki- biskupi. í borg þessari hvíldu um skeið líkamsleifar Andrésar postula, en mikið fer fyrir krossi hans á Arastól. Deila á að hafa staðið um það milli erkibiskupsins og keisarans hvort flytja ætti þær til Miklagarðs. Á 13. öld koma í ljós ágætir ölduteinungar í franskri bókmálun og virðist jafnvel sérstök ástæða til að hyggja að þeim, en fornir bylgjuteinungar þekkjast annars víða. Má benda á jaðarskraut í saltaranum sem nefndur er eftir Lúðvík 9. Frakkakonungi hinum helga (1214-1270). Telst handritið með lýsingum sínum til fágætari minja gotneskrar listar. Á síðum þess státa fjaðurmagnaðir bylgjuteinungar og glögglega mótuð atriði af toga bygg- ingarlistar þar sem mikið fer fyrir bogum og rósagluggum. Þarna sjáum við þrískipta boga, sbr. bogana á Arastól. Hliðstætt skraut við hina jaðar- lægu bylgjuteinunga á Ravenna sætinu er á þremur stöðum á Rafnsstól, á vinstra framstólpanum, vinstra megin á neðri þverfjöl baks í stólnum, og á hægra bakstólpa. Það er einnig á tveimur stöðum í Arastól, á vinstra bak- stólpa og vinstra megin á neðri þverfjölinni í baki. Ekki má þó skilja samanburð þennan bókstaflega og um gerðarmun er að ræða. Þegar born- ir eru saman Grundarstólar og sætið í Ravenna með tilliti til aðaleinkenna í smíð sést að markvíst samband er milli burðarhluta í öllum gripunum og atriða í þeim sem felld eru í bilin á milli. Dýrmæt heimild varðandi uppruna skreytingarinnar á Grundarstólum er forn spjaldatvennd (enska: diptych), sem kennd er við Gregorius páfa I., hinn mikla (um 540-604). Þetta eru tvær útskornar fílabeinsþynnur, jafn stórar, uppréttar, sem leika á hjörum við langbrúnir, útskurðurinn er lágt upphleyptur, eins og skurðverkið á Ravenna stól, og handbragð gott. Stíll- inn getur kallast býsanskur. Á vinstri þynnunni situr Davíð konungur í hásæti, súla við langbrúnir báðar, og ofan við súlurnar bogi með krossi. Framan á hásætinu sitt hvorum megin má sjá sams konar skrautatriði og kemur í ljós tvisvar á efri þverfjöl baks í stól Ara lögmanns og rætt var um, þ.e. tvær laufgaðar hríslur sem vindast saman, en op milli þeirra við miðju. Ölduteinungur, ekki ósvipaður þeim sem hlykkjast eftir jöðrum á báða vegu á Ravenna stól, rís sitt hvorum megin við mynd Davíðs. Neðan við flöt sem hásæti hans er á er skorin stór átta blaða rós, og leyfist hér samanburður við Grundarstóla. Á hægri þynnunni er Gregorius páfi. Þessi spjaldatvennd er varðveitt á sama stað og konunglegir dýrgripir Langbarða í dómkirkju borgarinnar Monza í Pódal. Ef til vill er hún frá dögum Gregoriusar páfa, en ekki ríkir samkvæði um aldur hennar, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.