Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 105
DAVID G. WOODS
ÍSLENSKA LANGSPILIÐ
Saga þess, smíði og notagildi til náms og kennslu
Njáll Sigurðsson námstjóri þýddi
Elstu heimildir um íslenska langspilið eru frá 18. öld, á bókum frá þeim
tíma er fyrst getið um þetta bogastrokna strengjahljóðfæri. Enda þótt ekki
sé sannað hvaðan það á rætur sínar að rekja, telja fræðimenn á sviði tón-
vísinda og tónlistarsögu að langspilið sé afsprengi þeirra tegunda alþýðu-
hljóðfæra sem eru af sítar-gerð og eru smíðuð með gripbretti. Oftast var
langspilið í laginu sem aflangur, mjór kassi, breiðari til annars endans með
strengjum allt frá einum til sex talsins og hafði gripbretti meðfram
annarri hliðinni að ofan. A sumum langspilum var víðari endi hljómkass-
ans með eins konar útskoti, bogadregnu eða hálfhringlaga. Sá sem á lang-
spilið lék hafði það annaðhvort á borði eða í kjöltu sér og hélt með hægri
hendi á boganum sem strokið var um strengina.
Hvað smíði og leikmáta snertir líkist langspilið alþýðuhljóðfærum, svo
sem Scheitholt í Þýskalandi, épinette des Vosges í Frakklandi, böche de
Flanders í Belgíu, humle í Danmörku, hummel í Svíþjóð, langeleik í Noregi,
noordsche balk í Hollandi og dulcimer í Appalachiafjöllum í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Öll þessi hljóðfæri eru af sítar-gerð með gripbretti, þau
eru talin skyld miðaldahljóðfæri sem nefnt var monochord og öll voru þau
til þess notuð hvert í sínu landi að leika á þau þjóðlög og þjóðdansa.
Frá átjándu og nítjándu öld eru til frásagnir og myndir í ferðabókum,
bókmenntaverkum og ritgerðum sem lýsa smíði íslenska langspilsins og
hvernig á það var leikið fyrr á öldum. Þessar elstu lýsingar eru byggðar á
fremur takmarkaðri þekkingu á íslenskri alþýðutónlist og hljóðfærasmíði
þess tíma.
Enski ferðamaðurinn John Thomas Stanley stýrði leiðangri til Islands
árið 1789. A ferðum sínum rannsakaði Stanley ýmsa þekkta staði og um-
hverfi þeirra, má þar nefna Hafnarfjörð, Þingvelli, Geysi, Skálholt, Heklu,