Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 108
112 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS íslenska langspilið er nú næstum horfið af sjónarsviðinu sem hljóðfæri. Vandfundinn er nokkur sá sem enn lærir eða leikur á það og varla nema einn og einn maður sem tekur sér fyrir hendur að smíða það. Enda þótt nokkuð sé vitað um sögulegt baksvið hljóðfærisins, er lítið tiltækt um aðferðir við smíði þess, efniviðinn sem notaður var, algengt mynstur tónsetningar á gripbrettinu, svo og þau smíðaefni sem notuð voru í stilli- pinnana, snigilinn, þverböndin á gripbrettinu og bogann. Árið 1981 rannsakaði greinarhöfundur íslensk langspil í Reykjavík, á Selfossi, í Skógum, á Akureyri, Dalvík og Húsavík, samtals tuttugu og eitt hljóðfæri. Til rannsóknarinnar var veittur styrkur úr sjóðnum United Stat- es Education Foundation in Iceland á vegum Senior Fulbright Research Fellowship. Tilgangurinn með verkefninu var að rannsaka nógu mörg af þeim langspilum sem fyrirfinnast á landinu, til þess að kanna sérstaklega þau atriði sem öðrum fremur einkenna smíði og gerð hljóðfærisins, einnig stillingu þess og leikmáta. Þau gögn sem þannig fengust, voru síðan notuð til þess að hanna nokkrar eftirlíkingar af íslenska langspilinu, svo og smíðispakka (enska „kit", með teikningum og tilsniðnu efni) til kennslu og notkunar fyrir skólabörn. Á það skal sérstaklega bent, að uppeldis- og kennslufræðilegt notagildi þessarar rannsóknar felst í því að auka og dýpka heildarþekkingu nemenda á tónlist með því að kynna þeim sögu langspilsins, fá þá sjálfa til að smíða hljóðfærið og leika síðan á það. Leitast var við að verkefnið yrði ekki unnið einangrað og eitt sér, heldur sem hluti af heildarskipulagi tónlistarnáms. Við athugun á langspilunum, sem voru tuttugu og eitt að tölu og öll á íslandi, var farið eftir ákveðnu rannsóknarsniði. Þetta rannsóknarsnið náði til eftirtalinna atriða: 1. Ljósmyndir, bæði svart-hvítar myndir og litmyndir, voru teknar af hverju langspili frá ýmsum sjónarhornum. Myndirnar voru merktar og skráðar. 2. Nákvæm teikning var gerð af hverju langspili eftir útlínum hljóðfær- isins. Þessar teikningar voru lagðar til grundvallar við hönnun þeirra eftirlíkinga sem síðar voru smíðaðar. 3. Tekið var nákvæmt mál af hverju hljóðfæri og einstökum hlutum þess, þ. á. m. lengd, breidd við báða enda, hæð eða þykkt, lengd stilli- pinna, lengd og þykkt gripbrettis, stærð hljómops og lengd strengjanna. 4. Mynstur hljómops á hverju hljóðfæri var teiknað upp. 5. Greint var úr hvaða viðartegundum einstakir hlutar hvers hljóðfæris voru smíðaðir. Við greiningu viðartegunda var haft til samanburðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.