Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Langspil númer 03 í Þjóðminjasafni íslands var eina hljóðfærið sem hafði
gripbretti með hreyfanlegum þverböndum, þannig að hægt var að breyta
tónstiga hljóðfærisins til samræmis við tóntegund þeirrar laglínu sem leik-
in var hverju sinni. Langspil númer 05 í Þjóðminjasafni íslands var með
gripbrettið öfugu megin á hljómkassanum rniðað við hin hljóðfærin.
Venjulega var mjórri enda hljóðfærisins snúið til vinstri og var þá grip-
brettið ofan á hljóðfærinu meðfram þeirri brún sem sneri að hljóðfæraleik-
aranum. A langspili númer 05 var þetta þveröfugt og hefur það trúlega
verið smíðað handa örvhentum manni. Á langspilum númer 10 í Davíðs-
húsi á Akureyri og númer 15 í Byggðasafni Árnesinga á Selfossi voru papp-
írsræmur með nótnastrengjum límdar ofan á hljóðfærið meðfram grip-
brettinu til stuðnings við nótnalestur og ákvörðun tónhæðar á laglínu-
strengnum.
Lnngspil númer 15. Byggðnsafn Árnesinga, Selfossi. Ljósm. Lýður Pálsson.
Langspil númer 01 er nú í eigu Guðrúnar Jónsdóttur í Reykjavík, en
fyrsti eigandi þess er talinn hafa verið Stefán Stefánsson bóndi á Heiði í
Gönguskörðum (1828-1910). Sonur hans var Stefán Stefánsson (1863-1921),
kennari við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og síðar skólameistari á
Akureyri. Dóttir Stefáns skólameistara er Hulda, fyrrum skólastjóri hús-
mæðraskólans í Reykjavík, móðir Guðrúnar. Frá Heiði kom hljóðfærið að
Möðruvöllum árið 1890. Að sögn Huldu Stefánsdóttur var það fyrsta verk
Stefáns afa hennar á hverjum morgni að taka langspilið ofan af vegg og
leika á það. Hann notaði vinstri þumalfingurinn á laglínustrenginn og
gripbrettið, og var vinstri höndin sveigð yfir strengina. Boganum var
haldið með hægri hendi og strokið yfir strengina nærri enda hljóðfærisins.
Þetta langspil var notað til að læra sálmalög sem sungin voru á heimilinu
en ekki var það notað við kirkjuathafnir.
Langspil númer 09 var smíðað árið 1918 á Dalvík og á það var leikið við
kirkjuathafnir. Maður að nafni Jón, kenndur við Hánefsstaði, smíðaði