Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 117
ÍSLENSKA LANGSPILIÐ
121
hljóðfærið og lék á það með þeim hætti að hann strauk til skiptis um
laglínustrenginn og undirleiksstrengina þannig að fram komu óvenjulegir
samhljómar.
Langspil númer 12 í eigu Sigurðar Péturs Björnssonar er gott dæmi um
vandaða hljóðfærasmíði. Það er talið smíðað fyrir 1855 og var fyrsti eig-
andi þess Sigurður Pétursson (1843-1929) á Hofsstöðum í Hofsstaðabyggð.
Til Húsavíkur kom það árið 1925 þegar fjölskyldan flutti þangað.
Langspil númer 12. í eigu Sigurðar Péturs Björnssonar, Húsavík. Ljósm. D. G. Woods.
Langspil númer 16 á Byggðasafni Rangæinga og Skaftfellinga í Skógum
var smíðað á síðari hluta 19. aldar af Jóni Sigurðssyni (1864-1950). Jón var
fæddur að Flögu í Hörgárdal en dvaldi um tíma í Reykjavík og austur í
Rangárvallasýslu og var bóndi á Snæfellsnesi 1903-1934. Hann var einn af
þeim síðustu sem fengust við að smíða langspil hér á landi. A heimili Jóns
var oft leikið á þetta hljóðfæri og söng þá heimilisfólkið með.
Langspil númer 20, nú í eigu Guðrúnar Sveinsdóttur í Reykjavík, var
smíðað í Saurbæ á Kjalarnesi á fyrri hluta 19. aldar. Fyrsti eigandi þess var
Runólfur Þórðarson og frá honum komst það í eigu bróður hans, Matt-
híasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar (1877-1961). Matthías gaf svo
Guðrúnu frænku sinni langspilið, en Guðrún var uppalin á Akureyri hjá
afa sínum, Matthíasi skáldi Jochumssyni, og ömmu sinni, Guðrúnu Run-
ólfsdóttur frá Saurbæ á Kjalarnesi.
Langspil númer 21 er í eigu Herdísar H. Oddsdóttur í Reykjavík. Það
var afi hennar, Jón Stefánsson, sem smíðaði hljóðfærið árið 1950, þá orðinn
níræður að aldri. Hann átti heima á Dalvík og er vitað um fimm langspil
sem hann smíðaði um ævina. Jón lék á langspil, en ekki notaði hann boga,
heldur griplaði4 hann strengina með fingrum hægri handar. Á gripbrettið
beitti hann þumalfingri vinstri handar og sveigði höndina yfir hljóðfærið.
Oft söng hann með þegar hann lék á langspilið.
Lítið hefur verið um það skrifað hvernig langspilin voru stillt fyrr á
tímum. Ein af fáum prentuðum heimildum, þar sem um það er getið, er