Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 119
ÍSLENSKA LANGSPILIÐ
123
Svo virðist sem meira samræmis hafi gætt varðandi leikmátann heldur
en um stillingu langspilanna. Laglínustrengnum var þrýst með þumalfingri
vinstri handar niður að gripbrettinu við það þverband sem markaði tón-
hæðina hverju sinni. Hinum fingrunum á vinstri hendi var haldið hvelfd-
um yfir undirleiksstrengjunum. Þetta kemur heim við lýsingu Mackenzie í
ferðabókinni frá 1811. Herdís H. Oddsdóttir, eigandi langspilsins númer
21, lýsir leikmáta afa síns sem svipar mjög til lýsingar Mackenzie. Hún
segir: „Afi minn, Jón Stefánsson, notaði þumalfingurinn á gripbrettið,
færði hann frá einu þverbandi til annars og þrýsti strengnum niður þar
sem tónhæðin skyldi vera hverju sinni. Fingrunum var haldið sveigðum
yfir hljóðfærið."'’ Hulda Stefánsdóttir, móðir Guðrúnar Jónsdóttur, eig-
anda langspils númer 01, lýsir leikmáta afa síns þannig: „Stefán afi minn
Stefánsson notaði þumalfingurinn á hljóðfærið, færði hann til á strengnum
við endann og sveigði fingurna yfir langspilið þannig að þeir snertu þá
hliðina sem fjær var."7
Þegar leikið var á langspil var það venjulega haft á borði eða í kjöltu
þess sem á það lék og var þá stundum tréfjöl höfð undir. Oftast var leikið
á það með boga úr hrosshári. í Leiðarvísi til að spila á langspil eru eftir-
farandi leiðbeiningar Ara Sæmundsens um bogatækni:
Leikið á langspil. Úr Húnavatnssýslu. Ljósm. Jóhannes Klein 1898, eftirtaka Niels
Elswmg 1983. Nationalmuseet, Kaupmannahöfn.