Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Boganfn] á hann [sá sem á hljóðfærið leikur] að draga rétt þversum yfir
langspilsstrenginn; því sé boginn dreginn á ská, verður hver tónn
óhreinn og rámur. Dálítið þéttara og skarpara á að draga bogan[n] á
fyrri nótunni í hverjum sönglið enn á þeirri seinni, svo áherzlan heyrist
glöggt, en þó má enganveginn gjöra það svo, að söngurinn verði við
það rykkjóttur,... .8
Enda þótt algengast virðist hafa verið að leikið væri á langspil með
boga, benda heimildir til þess að jafnframt hafi strengirnir verið griplaðir
með fingrum hægri handar og jafnvel að leikið hafi verið á strengina með
einhvers konar sprota.
I greinargerð frá Finni Jónssyni á Kjörseyri (1842-1924) til séra Bjarna
Þorsteinssonar, „Um söng á 19. öld í ýmsum sveitum", er athyglisverð lýs-
ing á því hvernig leikið var á langspil:
... Jeg t. d. sá menn í ungdæmi mínu, suma, er spiluðu á langspil, láta
fingurinn leika fram og aptur á hverri nótu, er þeir studdu á, og köll-
uðu það „að láta hljóðið dilla", af því leiddi að söngurinn varð einlægir
ríngir og trillur þ. e. a. s. hjá sumum. Svo hafa mörg langspilin verið
skakkt nótusett og flest án hálftóna ....'"
Algengast virðist hafa verið að leika á langspil með þeim hætti að þrýsta
á laglínustrenginn með þumalfingri (eða fingrum) vinstri handar og nota
þá hægri til að strjúka hann með boga eða gripla.
Á grundvelli þeirra gagna um smíði langspilsins, sem aflað var með
þessari rannsókn, voru teiknaðar fimm eftirlíkingar og þrjár af þeim smíð-
aðar. Það var gert til þess að prófa hvaða áhrif efniviður, stærð hljóðfæris-
ins, stærð og lögun hljómkassans, staðsetning hljómopsins og tónsetning á
mismunandi gripbrettum hefðu á tón- og hljómgæði langspilsins.
Eftirlíking I. Þessi eftirlíking var teiknuð með bogadregnum hljómkassa
og var ein þeirra þriggja sem smíðaðar voru meðan rannsóknarverk-
efnið stóð yfir. Lengdin var 61 cm (snigillinn ekki reiknaður með) og
smíðaefnið var 2 mm Oregon pine. Snigillinn og stillipinnarnir voru úr
rósaviði og þverböndin úr hvaltönn. Tónopið var eftir langspili númer
02 og teiknað samkvæmt hefðbundnu rósettumynstri. Eftirlíkingin var
hönnuð og smíðuð með stól undir strengjum milli enda gripbrettis og
breiðari enda hljóðfærisins. Strengirnir voru þrír úr 0,016 tommu stál-
vír. Snigillinn var skorinn út úr rósaviði.
Eftirlíking II. Teiknuð með bogadregnum hljómkassa. Þessi eftirlíking
var ekki smíðuð meðan rannsóknarverkefnið stóð yfir. Á teikningu var
hún 66 cm að lengd (snigillinn ekki reiknaður með) og fyrirmyndin var