Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 120
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Boganfn] á hann [sá sem á hljóðfærið leikur] að draga rétt þversum yfir langspilsstrenginn; því sé boginn dreginn á ská, verður hver tónn óhreinn og rámur. Dálítið þéttara og skarpara á að draga bogan[n] á fyrri nótunni í hverjum sönglið enn á þeirri seinni, svo áherzlan heyrist glöggt, en þó má enganveginn gjöra það svo, að söngurinn verði við það rykkjóttur,... .8 Enda þótt algengast virðist hafa verið að leikið væri á langspil með boga, benda heimildir til þess að jafnframt hafi strengirnir verið griplaðir með fingrum hægri handar og jafnvel að leikið hafi verið á strengina með einhvers konar sprota. I greinargerð frá Finni Jónssyni á Kjörseyri (1842-1924) til séra Bjarna Þorsteinssonar, „Um söng á 19. öld í ýmsum sveitum", er athyglisverð lýs- ing á því hvernig leikið var á langspil: ... Jeg t. d. sá menn í ungdæmi mínu, suma, er spiluðu á langspil, láta fingurinn leika fram og aptur á hverri nótu, er þeir studdu á, og köll- uðu það „að láta hljóðið dilla", af því leiddi að söngurinn varð einlægir ríngir og trillur þ. e. a. s. hjá sumum. Svo hafa mörg langspilin verið skakkt nótusett og flest án hálftóna ....'" Algengast virðist hafa verið að leika á langspil með þeim hætti að þrýsta á laglínustrenginn með þumalfingri (eða fingrum) vinstri handar og nota þá hægri til að strjúka hann með boga eða gripla. Á grundvelli þeirra gagna um smíði langspilsins, sem aflað var með þessari rannsókn, voru teiknaðar fimm eftirlíkingar og þrjár af þeim smíð- aðar. Það var gert til þess að prófa hvaða áhrif efniviður, stærð hljóðfæris- ins, stærð og lögun hljómkassans, staðsetning hljómopsins og tónsetning á mismunandi gripbrettum hefðu á tón- og hljómgæði langspilsins. Eftirlíking I. Þessi eftirlíking var teiknuð með bogadregnum hljómkassa og var ein þeirra þriggja sem smíðaðar voru meðan rannsóknarverk- efnið stóð yfir. Lengdin var 61 cm (snigillinn ekki reiknaður með) og smíðaefnið var 2 mm Oregon pine. Snigillinn og stillipinnarnir voru úr rósaviði og þverböndin úr hvaltönn. Tónopið var eftir langspili númer 02 og teiknað samkvæmt hefðbundnu rósettumynstri. Eftirlíkingin var hönnuð og smíðuð með stól undir strengjum milli enda gripbrettis og breiðari enda hljóðfærisins. Strengirnir voru þrír úr 0,016 tommu stál- vír. Snigillinn var skorinn út úr rósaviði. Eftirlíking II. Teiknuð með bogadregnum hljómkassa. Þessi eftirlíking var ekki smíðuð meðan rannsóknarverkefnið stóð yfir. Á teikningu var hún 66 cm að lengd (snigillinn ekki reiknaður með) og fyrirmyndin var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.