Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að lokinni smíði eftirlíkinganna hannaði greinarhöfundur smíðispakka
(enska: „kit") ætlaðan til langspilssmíði fyrir skólabörn. I pakkanum var
einfalt en vandlega valið smíðaefni og teikningar. Langspilinu var skipt í
ellefu aðalhluta og var þannig frá þeim gengið að samsetning og smíði
væri auðveld. Fullgert er langspilið 60 cm að lengd og smíðað úr 2 mm
furu. Sá hluti strengjanna, sem tóninn myndar, er 54 cm að lengd og grip-
brettið er nákvæmlega teiknað með réttum bilum milli þverbanda. Tón-
opið er hjartalagað og snigillinn er úr furu, einfaldur að lögun. Hljóðfærið
er með beinum hljómkassa, þverböndum úr látúni og strengjum úr 0,016
tommu stálvír. Stillibúnaður úr málmi, ekki handsmíðaður, fylgir með til
að auðvelda stillingu hljóðfærisins. Gert er ráð fyrir að vinna við samsetn-
ingu og smíði hljóðfærisins, að meðtöldum tíma til límingar, sé innan við
10 klukkustundir.
Nákvæmar teikningar af öllum hlutum hljóðfærisins í smíðispakkanum
eru til í Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
í tónlistarkennslu má nota langspilið þegar kennd eru grundvallaratriði
tónlistar. Með því má kynna nemendum stillingu tónhæðar og lögmál
hljóðeðlisfræði. Fjalla má um lögmál yfirtónaraðar í tengslum við athugun
á afstöðu þverbanda og smíði hljómkassans. Nemendur geta kynnt sér
hlutverk tónlistar í íslenskri menningu fyrri alda og lært sönglög frá þeim
tímum. Langspilið er hægt að nota með ýmsum hætti til að kynna leik-
tækni á hljóðfæri sem hafa gripbretti, bogatækni strengjahljóðfæra, svo og
við kennslu undirstöðuatriða í nótnalestri og tónheyrn.
Tilvísanir og athugasemdir
1. íslands-leiðangur Stanleys 1789. Ferðabók.... Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslensk-
aði. Reykjavík, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1979. Bls. 350.
2. Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar eptir sjálfan hann. Sögufélag gaf úr. Reykjavík,
Prentsmiðjan Gutenberg, 1913-1916. Bls. 65 og 299.
3. Mackenzie, Sir George Steuart. Travels in the Island of Iceland during the Summer of
the Year MDCCCX. Edinburgh, 1811. Bls. 146-147.
4. Nýyrði Guðmundar Finnbogasonar. Merkir að grípa í strengi með fingrum hægri hand-
ar í stað þess að strjúka þá með boga. Hallgrímur Helgason. Tónmenntir a-k. Reykjavík,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1977. Bls. 168.
5. Guðrún Sveinsdóttir. Um langspil. Tónlistin. Tímarit Félags íslenskra tónlistarmanna.
Reykjavík, 5. árg., 1946. Bls. 76.
6. Samkvæmt viðtali við Herdísi H. Oddsdóttur.
7. Samkvæmt viðtali við Huldu Stefánsdóttur.
8. Ari Sæmundsen. Leiðarvísir til að spila á langspil... . Akureyri, 1855. Bls. 25.
9. A erlendum málum „plektrum", sproti úr beini, fjöðurstaf eða öðrum efnum, sbr.
„gítar-nögl".
10. Finnur Jónsson. Um söng á 19. öld í ýmsum sveitum. Handritasafn séra Bjarna
Þorsteinssonar í Stofnun Arna Magnússonar á íslandi. Bréfasafn I.