Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 125
BJARNI F. EINARSSON
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM
Sjávarfornleifafræðileg rannsókn
í Höfninni við Flatey á Breiðafirði sumarið 1993
Inngangur
Þann 8. ágúst 1992 voru tveir kafarar á sveimi í Höfninni í Flatey á
Breiðafirði. Þeir voru ekki aðeins þar vegna kyrrðarinnar og fegurðar sjá-
vargróðursins, heldur voru þeir að leita skips sem þeir töldu þar vera að
finna. Þess var getið í annálum að skip hefði sokkið þarna fyrir rúmum
þremur öldum og voru þessar frásögur ástæðan fyrir veru tvímenning-
anna í sjónum þennan dag.
Vissulega fundu þeir flak nánast um leið og þeir köfuðu, en það reynd-
ist ekki flakið sem þeir leituðu, heldur annað mun yngra, frá síðustu öld.
Þann 22. ágúst sama ár voru þeir aftur komnir á kreik í Höfninni. Nú
fundu þeir fyrstu vísbendinguna um eldra flakið, hvítan disk með bláu
skrauti. Þegar eilitlu af sjávarsandinum hafði verið blakað frá uppskáru
þeir laun erfiðis síns, því að í ljós kom byrðingur úr skipi sem líklega var
það sem annálar sögðu frá.
Kafararnir tveir, Erlendur Guðmundsson og Sævar Árnason, gerðu Þjóð-
minjasafninu þegar viðvart og færðu því gripi, sem þeir höfðu tekið upp
af sjávarbotni. Greinilegt var að á meðal gripanna voru munir frá 17. öld,
leirmunir úr hvítum jarðleir, (enska faience, danska fajance), með hand-
máluðu bláu skrauti eða myndum.
Ákveðið var að Þjóðminjasafnið sendi menn á staðinn til að kanna nán-
ar flökin tvö og aðstæður allar með tilliti til hugsanlegra rannsókna síðar
meir. Sú athugun leiddi í ljós að góðar aðstæður væru til að reyna sjávar-
fornleifafræðilega rannsókn í fyrsta sinn á Islandi. Var það og gert sumar-
ið 1993, 11.- 26. júlí, og fjallar þessi grein um þá rannsókn og niðurstöður
hennar.
Allar teikningar eru eftir greinarhöfund nema annars sé getið. Erlendur
Guðmundsson tók neðansjávarljósmyndir, en höfundur aðrar ljósmyndir.