Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 129
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM
133
í III kafla, 16. grein, laganna stendur m.a. að fornleifar séu:
. . . skipsflök eða hlutar úr þeim. Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og
eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar ....
117. grein sama kafla stendur:
Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar,
spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað
flytja nema leyfi fornleifanefndar korni til.
Og aftur stendur í 20. grein:
Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra
Þjóðminjasafni íslands frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda
hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn.
Allar fornleifar eru eign þjóðarinnar og minjavarslan fer með umboð
þjóðarinnar. Þegar skipsflök finnast hvílir sú skylda á herðum finnenda að
tilkynna fundinn eins fljótt og hægt er til viðeigandi aðila. Finnendum er
óheimilt að hrófla við nokkrum hlut, flakinu sjálfu eða lausum hlutum.
Bæði geta gripir skemmst ef ókunnáttusamlega er með þá farið, og eins
Ljósmynd 2. Kafarar í þaraslætti, en svo mikill var þarinn við eldraflakið að slá þurfti þara
í marga daga til að komast aðflakinu. Ljósmyndari B.F.E.