Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ballarárannáll hermir eftirfarandi um þennan skipsskaða árið 1659:
Eitt varð eptir á Flateyjarhöfn, og var fraktað með blautan fisk, 60.000
fiska, og nokkuð kjöt. En um haustið, þá það var búið til siglingar, kom
geysilegur norðanstormur, svo það brotnaði á Flateyjarhöfn og í kaf,
nema sást á það aptan. Þar sátu upp á mennirnir í sjórótinu og frostinu
nær því um 2 dægur; urðu ei fyr sóttir fyrir veðrinu; andaðist einn af
þeim, en allir hinir lítt færir, en urðu þó með heilbrigði. Rak upp á Flat-
ey nokkuð eður mestallt af því, þeir áttu, en skipsfraktin heil fordjarfað-
ist öll. Fimmtán voru mennirnir, því skipið var stórt með 14 fallstykkj-
um, og þau náðust öll, með seglum og köðlum; náðust nokkur grjón og
brauð. Höfðu þeir það sér til matar um veturinn, með því öðru, sem
þeir til fengu, og góðgjarnir menn gáfu þeim. Þeir héldu stórustofuna í
Flatey um veturinn eptir skipbrotið. (Annálar 1400-1800.111:216).
Árið eftir segir í Ballarárannál:
Og smíðuðu (þeir) hér í Flatey þann vetur hafskip úr grenivið af stóru
skipsmöstrunum og greniborðum. Kjölurinn á því var mér sagt, að ver-
ið hefði 26 álnir. Var hátt skip og breitt, og á því sigldu þeir allir skip-
Ljósmynd 4. Hluti af mastri yngra flaksins. Sjá má jámtein í bakgrunni sem notaður var
til að setja upp hnitakerfið neðansjávar. Ljósmyndari Erlendur Guðmundsson.