Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Venjulegur saltfiskur, sem ekki er þurrkaður, er varla undir 1,5 kg og er
þá lágt reiknað að því að sjómaður hefur tjáð mér. Við skulum því reikna
með að meðalþyngd fisksins hafi verið 1,5 kg. Samanlögð þyngd 60.000
blautra fiska verður því 90.000 kg. Að auki var eitthvað af kjöti og ýmsum
vistum fyrir áhöfnina. Meira máli skiptir þó að verulegur þungi hefur ver-
ið í þeim 14 fallstykkjum sem skipið bar. Þannig má ætla að skipið hafi alls
ekki verið undir 100 tonnum, sennilega töluvert meira.
Allan annan byrðinginn vantar í skipið. Astæðan kann að vera sú, að
þegar skipið lagðist á hliðina, stóð annar byrðingurinn alveg eða að mestu
upp úr sjónum. Því gátu menn nálgast hann og nýtt aftur í annað skip eða,
eins og er trúlegra, í hús (sjá Ballarárannál). Hinn byrðingurinn lagðist á
botninn og yfir hann grjótið í ballestinni og liggur þar enn.
Brunarönd mátti sjá eftir öllu neðsta borðinu og neðst á böndunum við
kjöl. Við suðurendann beygði þessi brunarönd upp og hélt nær beint upp
eftir allri síðunni. Einnig var borð eitt með ferhyrndu gati, eða öllu heldur
með ferhymdu úrtaki, brennt. Á milli voru lítil eða óveruleg merki bruna.
Sýnist mér líklegt að á milli þessara brunabletta hafi verið einskonar her-
bergi eða afmarkað rými þar sem eldur hefur ekki herjað. Einmitt í þessu
herbergi var keramíkið trúlega geymt. Þegar skipið fórst kann að hafa
Ljósmynd 6. Fagurlega skreytt hvítt jarðleirsbrot á botni Hafnarinnar. Ljósmyndari
Erlendur Guðmundsson.