Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 6

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 6
6 vilrun hafði sannfært hann um sannleika þeirrar trúar, er hann áður hafði ofsókt, og vitnaði hann síðan ein- alt til hennar, sem óhrekjandi sönnunar fyrir hinni guðdómlegu köllun sinni, til að boða evangelíum Jesú Krists. Eptir að Páll hafði tekið skírn, fór hann til Araba- lands og dvaldi þar um hrið; hefir hann án efa varið þeim tíma til að slyrkja sig og staðfesta í hinum nýja lærdómi, er hann hafði meðtekið, og undirbúa sig undir liið mikla ætlunarverk silt, að boða kristindóminn meðal lieiðíngjanna; síðan snéri hann aptur til Damaskusborg- ar og tók að boða þar evangelíum; en er Gyðíngar þeir, er þar bjuggju, hófu ofsnkn gegn honum, forðaði hann lífi sínu með því að halda þaðan lil Jerúsalem; en er liann var þangað kominn, tók Barnabas kristniboði hann að sér og skýrði lærisveinunum frá, hver breyting væri komin á hann; dvaldi hann þá um stund hjá þeim og kendi með djörfung ( Jesú nafni; síðan fór hann lil fæð- ingarborgar sinnar Tarsus og settist þar um kyrt. Svo sem áður er gelið flýðu margir kristnir menn burt úr Jerúsalem í ofsókn þeirri, er hófst eptir dauða Stefáns; nokkrir þeirra fóru lil Anliokkíu; það var mikil borg og auðug norðan til á Sýrlandi; boðuðu þeir þar kristna trú og varð mikið ágengt; myndaðist þar smá- saman fjölmennur söfnuður; og er það fréttist til Jerúsa- lem, var Barnabas sendur þangað til að sjá um söfnuð- inn og efla hann; en er Barnabas hafði dvalið nokkra stund í Anlíokkíu, fór hann til Tarsus að finna Pál; fékk hann svo Pál með sér til Antíokkíu og voru þeir þar árlangt; vóx söfnuðurinn þá mjög og styrktist í trúnni; þar tóku menn fyrst að kenna sig við Krist og nefna sig kristna til aðgreiningar frá þeim, er fylgdu setning-

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.