Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 8

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 8
8 fast vlö trú sína og þjóðsiðu, og greindu sig nákvæm- lega frá öllum öðrum þjóðum, en samt sem áður hik- uðu þeir þó eigi við, að taka sér bústað víðsvegar í út- löndum, og á dögum Páls poslula voru Gyðingar bú- settir ( hverri stórri borg um allt Rómaríki; fyrir því voru heiðingjarnir eigi með öllu ókunnugir hinum al- mátluga skapara himins og jarðar og hinu heilaga lög- máli bans; þelta hlaut því að styðja að kristniboðinu meðal þeirra, jafnvel þó Gyðingarnir einatt væru hinir mestu óvinir þess. Af því sem hér er sagt, má sjá, að eptir Guðs al- vísu ráðstöfun var það margt, er sluddi að því, að kristniboðið hefði mikinn árangnr hjá heiðingjunum; en einkum hafði Páll postuli í fyllsta mæli þá sérstöku hæfilegleika, er gjörðu hann fremur öllum hinum post- ulunum að úlvöldu verkfæri í Guðs hendi til að snúa lieiðingjum til trúarinnar á Jesúm Iírist. Páll postuli var að eðlisfari kjarkmikill og framkvæmdarsamur; það sem hann lók fyrir, því fylgdi hann fram af öllum mælti; svo ákaflega scm hann áður ofsókli Gtiðs söfnuð og var flestum löndum sínum fremri ( fastheldni við Gyðinga- trúna, svo öfluglega gekk hann fram í þvi, að efla og úlbreiða krislindóminn, eptir að Guðs náð hafði kallað hann til þess; bann var skapmikill og hafði ákafar lil- finniiigar; annars mundi ræður hans eigi hafa verið svo heitar og áhrifamiklar sem þær voru. Llann var borinu og barnfæddur meðal heiðingjanna og hefur því þegar á únga aldri kynnst háttum þeirra og skoðunum; við- kynning hans við þá hefur og hlotið að leiða huga ltans út yfir takmörk Gyðingaþjóðarinnar og örfa ábuga hans á því, að gjöra þá hluttakandi í Iírists evangelíó; hann hafði verið setlur til menta og álti því hægra með að

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.